Fara í efni

Skólar í Skagafirði - samráðsvettvangur allra skóla í Skagafirði

Málsnúmer 1909150

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 147. fundur - 17.09.2019

Á undanförnum árum hafa fræðsluyfirvöld í Sveitarfélaginu Skagafirði lagt mikla áherslu á að auka og efla samstarf á milli skóla og skólagerða og leitast við að skapa samfellu í námi barna í skólum sveitarfélagsins. Vilji er til að auka samstarfið við aðra skóla í héraðinu, FNV, Háskólann á Hólum og Farskólann ? miðstöð símenntunar. Í því skyni er lagt til að myndaður verði sérstakur formlegur samráðsvettvangur allra skólanna í Skagafirði undir heitinu ,,Skólar í Skagafirði“ . Gert er ráð fyrir að forsvarsmenn skólanna og fræðsluyfirvöld eftir atvikum hittist einu sinni til tvisvar á ári til samtals og samráðs um sameiginlega sýn og möguleika til að styrkja enn frekar öflugt skólastaf í héraðinu.