Fara í efni

Erindi frá Háskólanum á Hólum

Málsnúmer 1909216

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 882. fundur - 01.10.2019

Lagt fram bréf dagsett 18. september 2019 frá Hólaskóla - Háskólanum á Hólum varðandi tilnefningu í starfshóp. Í framhaldi af vinnu við sjálfsmatsskýrslu um skólann kom fram vilji hjá háskólaráði að stofnaður yrði starfshópur, skipaður af fulltrúum ráðsins og sveitarfélagsins, til að vinna sameiginlega að sem bestum framgangi Háskólans á Hólum.
Undir þessum lið komu til fundarins Erla Björk Örnólfsdóttir rektor, Jón Eðvald Friðriksson og Laufey Kristín Skúladóttir, fulltrúar í háskólaráði Háskólans á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna fulltrúa í fyrrgreindan starfshóp.
Margeir Friðriksson kom á fundinn kl. 13:20 og tók við fundarritun.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 883. fundur - 09.10.2019

Erindið áður á dagskrá 882. fundar byggðarráðs þann 1. október 2019. Í framhaldi af vinnu Háskólans á Hólum við sjálfsmatsskýrslu um skólann kom fram vilji hjá háskólaráði að stofnaður yrði starfshópur, skipaður af fulltrúum ráðsins og sveitarfélagsins, til að vinna sameiginlega að sem bestum framgangi Háskólans á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 885. fundur - 16.10.2019

Erindið áður á dagskrá 882. og 883. fundar byggðarráðs. Í framhaldi af vinnu Háskólans á Hólum við sjálfsmatsskýrslu um skólann kom fram vilji hjá háskólaráði að stofnaður yrði starfshópur, skipaður af fulltrúum ráðsins og sveitarfélagsins, til að vinna sameiginlega að sem bestum framgangi Háskólans á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna sem aðalmenn, Gísla Sigurðsson, Ólaf Bjarna Haraldsson og Sigfús Inga Sigfússon. Til vara eru tilnefndir Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson.