Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

885. fundur 16. október 2019 kl. 14:00 - 15:12 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál númer 1902022-Tillaga - Undirbúningur Tröllaskagaganga, á dagskrá með afbrigðum.

1.Erindi frá Háskólanum á Hólum

Málsnúmer 1909216Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 882. og 883. fundar byggðarráðs. Í framhaldi af vinnu Háskólans á Hólum við sjálfsmatsskýrslu um skólann kom fram vilji hjá háskólaráði að stofnaður yrði starfshópur, skipaður af fulltrúum ráðsins og sveitarfélagsins, til að vinna sameiginlega að sem bestum framgangi Háskólans á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna sem aðalmenn, Gísla Sigurðsson, Ólaf Bjarna Haraldsson og Sigfús Inga Sigfússon. Til vara eru tilnefndir Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson.

2.Jafnréttisstefna 2018-2022

Málsnúmer 1809026Vakta málsnúmer

Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir umfjöllun og umsögn annarra fagnefnda sveitarfélagsins um Jafnréttisstefnu 2018-2022. Byggðarráð samþykkti á 883. fundi sínum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að breytingu að Jafnréttisstefnu 2018-2022 og aðgerðaráætlun í samræmi við umræður á fundinum. Tillaga sveitarstjóra lögð fram.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

3.Erindi frá Íbúa- og átthagafélagi Fljóta

Málsnúmer 1910082Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Íbúa- og átthagafélagi Fljóta, dagsett 19. september 2019. Íbúa- og átthagafélag Fljóta óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við að koma á laggirnar leikvelli fyrir börn og unglinga í Fljótum.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna að útfærslu verkefnisins í samráði við hópinn.

4.Vinna við uppsetningu á leiktæki

Málsnúmer 1910081Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá stjórn íbúasamtakanna Byggjum upp Hofsós og nágrenni, dagsettur 7. október 2019. Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni óska þess að Sveitarfélagið Skagafjörður greiði kostnað við uppsetningu á aparólu sem samtökin og Minningarsjóður Rakelar Pálmadóttur hafa keypt í sameiningu.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi og leggur til þess allt að 715 þúsund krónur og tekur það af fjárhagslið 214890. Byggðarráð leggur áherslu á að í verkefni sem þessu verði tímanlega haft samráð við sveitarfélagið varðandi mögulega aðkomu þess. Byggðarráð fagnar frumkvæði heimamanna í málinu.

5.Ágóðahlutagreiðsla Brunabótar 2019

Málsnúmer 1910088Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 8. október 2019 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélag Íslands varðandi ágóðahlutagreiðslu 2019. Í hlut sveitarfélagsins koma 1.678.000 krónur.

6.Tillaga - Undirbúningur Tröllaskagaganga

Málsnúmer 1902022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð um fyrri hugmyndir og tillögur um jarðgöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, tekin saman að ósk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akureyrarbæjar af Hreini Haraldssyni.

7.Umsagnarbeiðni;frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak,

Málsnúmer 1910087Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. október 2019 frá nefndasviði Alþingis. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi.

8.Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillaga um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum

Málsnúmer 1910108Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. október 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.

9.Samráð; Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir (viðaukar)

Málsnúmer 1910036Vakta málsnúmer

Með tölvupósti 4. október 2019 kynnir umhverfis- og auðlindaráðuneytið til samráðs mál nr. 243/2019, "Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir (viðaukar)". Umsagnarfrestur er til og með 18.10.2019.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

10.Samráð; Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024

Málsnúmer 1910047Vakta málsnúmer

Með tölvupósti 4. október 2019 kynnir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið til samráðs mál nr. 246/2019, "Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024". Umsagnarfrestur er til og með 14.10.2019.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 15:12.