Tré lífsins, minningargarðar
Málsnúmer 1909259
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 361. fundur - 28.10.2019
Lagt fram bréf dagsett 20. september 2019 frá Tré lífsins. Bréfið er sent til að kanna áhuga sveitarfélagsins til minnigargarða og afstöðu til þess að opna slíkan garð í sveitarfélaginu. Í minningargarð er gert ráð fyrir að aska látinna einstaklinga verði jarðsett ásamt því að tré verður gróðursett til minningar um hinn látna.
Með vísan til laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, 36/1993, hafnar Skipulags- og bygginganefnd erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á, með tilvísun í ofangreind lög, að skylt er að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun (bálstofu).
Með vísan til laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, 36/1993, hafnar Skipulags- og bygginganefnd erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á, með tilvísun í ofangreind lög, að skylt er að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun (bálstofu).
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.