Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

361. fundur 28. október 2019 kl. 14:30 - 17:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Sigfús Ólafur Guðmundsson til viðræðna við nefndina um hvernig heppilegast sé að kynna íbúum vinnuferlið við endurskoðu aðalskipulags á veraldarvefnum. Samþykkt að fá unnin gögn til að meta vindauðlindina í Skagafirði og ganga að tilboði Veðurvaktarinnar varðandi málið. Rætt um skólaverkefnið og spurningar til nemanda í framhaldi af fundi með grunnskólanemendum.

2.Engihlíð 146517 - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1910066Vakta málsnúmer

Ingvar Daði Jóhannsson kt 06098-5979 og Barbara Wenzl kt 250180-2179 þinglýstir eigendur jarðarinnar Engihlíð, landnúmer 146517, sækja um heimild Skipulags- og bggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna byggingarreit á jörðinni. Um er að ræðar byggingarreit fyrir reiðskemmu, sem er viðbygging við útihús á jörðinni. Erindið samþykkt.

3.Skíðasvæðið í Tindastóli - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

Málsnúmer 1910010Vakta málsnúmer

Sigurður Bjarni Rafnsson formaður Skíðadeildar U.M.F. Tindastóls óskar eftir, f.h. Skíðadeildar U.M.F.T, að skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til umfjöllunar og auglýsingar breytingu á staðfestu deiliskipulagi Skíðasvæðisins í Tindastóli.
Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Tindastóli var staðfest 29.11.2017 og auglýst
í B deild Stjórnartíðinda 23.02.2018.
Meðfylgjandi tillaga að breyttu deiliskipulagi er unnin hjá VSÓ rágjöf, dagsett 27. september 2019 og ber heitið deiliskipulag Skíðasvæðis í Tindastóli.
Breytingin snýr að því að afmarkaður er byggingarreitur BR-8 suðvestan við bílaplan. Stærð byggingarreits er 1500 fermetrar og veitir heimild fyrir byggingum allt að 7 m hæð. Erindið samþykkt.

4.Skólagata (146652) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1910122Vakta málsnúmer

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um heimild til að byggja við grunnskólann á Hofsósi, viðbyggingu sem fyrirhugað er að hýsi leikskóladeild. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt hjá Úti og Inni arkitektum. Erindið samþykkt, byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið.

5.Sjálfsafgreiðslustöð Olís í Varnahlíð - Bréf eigenda Hótels Varmahlíðar

Málsnúmer 1910134Vakta málsnúmer

Lagt fyrir bréf eigenda Hótels Varmahlíðar varðandi framkvæmdir við sjálfsafgreiðslustöð OLIS á lóð Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir málinu og fundi með hlutaðeigendum.

6.Stjórnsýslukæra vegna Ásholt

Málsnúmer 1909240Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greinargerð Arnórs Halldórssonar lögmanns vegna erindis Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Greinargerðin hefur verið send til úrskurðarnefndarinnar. Ákvörðun Skipulags- og byggingarnefndar frá 348. fundi þann 24. maí sl. er varðar byggingarlóðina Ásholt í Skagafirði var kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

7.Tré lífsins, minningargarðar

Málsnúmer 1909259Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 20. september 2019 frá Tré lífsins. Bréfið er sent til að kanna áhuga sveitarfélagsins til minnigargarða og afstöðu til þess að opna slíkan garð í sveitarfélaginu. Í minningargarð er gert ráð fyrir að aska látinna einstaklinga verði jarðsett ásamt því að tré verður gróðursett til minningar um hinn látna.
Með vísan til laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, 36/1993, hafnar Skipulags- og bygginganefnd erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á, með tilvísun í ofangreind lög, að skylt er að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun (bálstofu).

8.Víðimelur 146083 - Fyrirspurn um vegtengingu

Málsnúmer 1908046Vakta málsnúmer

Málið varðar afleggjara/vegtengingu sem er á skipurlagi Sveitarfélagsins í Varmahlíð inn á þjóðveg 1 suður af Birkimelnum.
Eigendur Víðimels stefna á að opna fjölskyldugarð í landi Víðimels og telja að aðkoma að garðinum þurfi að vera vestanfrá af þjóðvegi nr 1.
Fyrir liggur að Vegagerðin hefur hafnað slíkri tengingu að landinu og bendir á að nýta fyrirhugaða vegtengingu frá þjóðvegi 1 sem sýnd er á staðfestu aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fundi með hlutaðeigandi. Erindinu vísað til gerðar aðalskipulags.

9.Ársfundur Umhverfisstofnunar 2019

Málsnúmer 1910144Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun sem minnir á 22. ársfund Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn verður fimmtudaginn 14. nóvember næstkomandi á Egilsstöðum.

10.Skipulagsdagurinn 8. nóv 2019

Málsnúmer 1910217Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnumn varðandi Skipulagsdaginn 8. nóvember nk. Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna helguð umræðu um skipulagsmál sem Skipulagsstofnun stendur fyrir í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er skipulag um framtíðina, samspil skipulags við áætlanagerð um byggð, samgöngur og nýtingu lands.

Fundi slitið - kl. 17:00.