Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 161

Málsnúmer 1910017F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 390. fundur - 13.11.2019

Fundargerð 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Freyju sátu fundinn og ræddu hugmyndir um uppbyggingu á fjölskyldugarði.
    Sviðstjóra falið að útbúa drög að samkomulagi um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Cruise Europe um mögulega aðild Skagafjarðarhafna að samtökunum.
    Málinu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Nýsamþykkt umferðarlög kveða á um að hámarkshraði í þéttbýli skuli standa á heilum tug og má því ekki vera 35 km/klst eins og raunin er á Sauðárkróki í dag.
    Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að löglegur hámarkshraði verði lækkaður úr 35km/klst niður í 30km/klst á þeim svæðum sem núverandi hraðatakmarkanir ná til.

    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Farið var yfir umferðarmál í kringum Árskóla, íþróttahús og heimavist FNV. Sviðsstjóri fór á dögunum yfir svæðið ásamt lögreglustjóra, slökkviliðsstjóra og skólastjóra Árskóla þar sem einblínt var á öryggi vegfarenda, gangandi, hjólandi og akandi, um svæðið.
    Úrbætur eru þegar hafnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Björk Hlöðversdóttur varðandi lýsingu á göngustíg í Hliðarhverfi.
    Nefndin felur sviðstjóra að gera kostnaðaráætlun vegna lýsingar og lagfæringar á göngustígnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Farið var yfir opnun tilboða í sorpmóttöku í Varmahlíð.
    Tilboð í verkið voru opnuð fimmtudaginn 3. október sl. og bárust 2 tilboð í verkið;

    Uppsteypa ehf. 57.818.600.-
    Vinnuvélar Símonar ehf. 57.193.968.-

    Kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Stoðar hljóðar upp á 51.063.000.-

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að ganga frá verksamningi við lægstbjóðanda.

    Steinar Skarphéðinsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir, viku af fundi undir afgreiðslu málsins.
    Sigríður Magnúsdóttir sat fundinn undir afgreiðslu þessa máls í stað Ingibjargar Huldar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með átta atkvæðum. Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Ræddar voru vinnureglur um númerslausar bifreiðar og starfsleyfi verktaka sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra samþykkti nýverið. Einnig voru ræddir snertifletir umhverfis- og samgöngunefndar og heilbrigðisnefndar.
    Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra, sat fundinn undir þessum lið fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Farið var yfir umhverfismál almennt ásamt garðyrkjustjóra, Helgu Gunnlaugsdóttur. Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.