Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

161. fundur 15. október 2019 kl. 10:00 - 12:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Högni Elfar Gylfason varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs

Málsnúmer 1901228Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Freyju sátu fundinn og ræddu hugmyndir um uppbyggingu á fjölskyldugarði.
Sviðstjóra falið að útbúa drög að samkomulagi um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki.

2.Aðild að Cruise Europe

Málsnúmer 1909175Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Cruise Europe um mögulega aðild Skagafjarðarhafna að samtökunum.
Málinu frestað til næsta fundar.

3.Ný umferðarlög - hámarks ökuhraði í þéttbýli

Málsnúmer 1909185Vakta málsnúmer

Nýsamþykkt umferðarlög kveða á um að hámarkshraði í þéttbýli skuli standa á heilum tug og má því ekki vera 35 km/klst eins og raunin er á Sauðárkróki í dag.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að löglegur hámarkshraði verði lækkaður úr 35km/klst niður í 30km/klst á þeim svæðum sem núverandi hraðatakmarkanir ná til.

4.Umferðarmerkingar við Árskóla og íþróttahús á Sauðárkróki

Málsnúmer 1910073Vakta málsnúmer

Farið var yfir umferðarmál í kringum Árskóla, íþróttahús og heimavist FNV. Sviðsstjóri fór á dögunum yfir svæðið ásamt lögreglustjóra, slökkviliðsstjóra og skólastjóra Árskóla þar sem einblínt var á öryggi vegfarenda, gangandi, hjólandi og akandi, um svæðið.
Úrbætur eru þegar hafnar.

5.Erindi vegna lýsingar og frágangs á göngustíg í Hliðarhverfi

Málsnúmer 1910080Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Björk Hlöðversdóttur varðandi lýsingu á göngustíg í Hliðarhverfi.
Nefndin felur sviðstjóra að gera kostnaðaráætlun vegna lýsingar og lagfæringar á göngustígnum.

6.Gámasvæði í Varmahlíð - útboðsverk

Málsnúmer 1801272Vakta málsnúmer

Farið var yfir opnun tilboða í sorpmóttöku í Varmahlíð.
Tilboð í verkið voru opnuð fimmtudaginn 3. október sl. og bárust 2 tilboð í verkið;

Uppsteypa ehf. 57.818.600.-
Vinnuvélar Símonar ehf. 57.193.968.-

Kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Stoðar hljóðar upp á 51.063.000.-

Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að ganga frá verksamningi við lægstbjóðanda.

Steinar Skarphéðinsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir, viku af fundi undir afgreiðslu málsins.
Sigríður Magnúsdóttir sat fundinn undir afgreiðslu þessa máls í stað Ingibjargar Huldar.

7.Vinnureglur um númerslausar bifreiðar, starfsleyfi verktaka

Málsnúmer 1906274Vakta málsnúmer

Ræddar voru vinnureglur um númerslausar bifreiðar og starfsleyfi verktaka sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra samþykkti nýverið. Einnig voru ræddir snertifletir umhverfis- og samgöngunefndar og heilbrigðisnefndar.
Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra, sat fundinn undir þessum lið fundarins.

8.Umhverfismál almennt - yfirferð með garðyrkjustjóra

Málsnúmer 1910072Vakta málsnúmer

Farið var yfir umhverfismál almennt ásamt garðyrkjustjóra, Helgu Gunnlaugsdóttur.

Fundi slitið - kl. 12:40.