Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69

Málsnúmer 1910036F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 390. fundur - 13.11.2019

Fundargerð 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 29. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Leikhópnum Lottu dagsetta 14.10.19 um leiksýninguna Hans klaufi.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja leikhópinn sem svarar gistikostnaði og vísar beiðni um afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki til Félags- og tómstundarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls dagsetta 14.10.19 varðandi messuferð til Edinborgar.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja kórinn um 200.000 kr vegna messuferðar til Edinborgar.
    Tekið af 13890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Tekin fyrir umbótaáætlun frá Sólborgu Unu, Héraðsskjalaverði Skagfirðinga.
    Sólborg Una sat fundinn undir þessum lið.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða umbótaáætlun. Nefndin hvetur mannauðsstjóra og forstöðumenn stofnanna til að kynna sér skyldur sínar gagnvart skjalavörslu stofnanna. Héraðsskjalavörður er reiðubúin til að aðstoða og/eða leiðbeina forstöðumönnum um skyldur sínar í skjalavörslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Lögð fram gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin lítið breytt milli ára.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Lögð fram gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin er óbreytt milli ára.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Lögð fram gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin er óbreytt milli ára.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Lagt fram til kynningar áfangaskýrsla Flugklasans Air 66N. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.