Skólagata (146652) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1910122
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 361. fundur - 28.10.2019
Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um heimild til að byggja við grunnskólann á Hofsósi, viðbyggingu sem fyrirhugað er að hýsi leikskóladeild. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt hjá Úti og Inni arkitektum. Erindið samþykkt, byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 98. fundur - 19.12.2019
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, sækir f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar kt. 550698-2349 um leyfi til að byggja leikskóladeild við núverandi skólahúsnæði grunnskólans að Skólagötu (146652) á Hofsósi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Úti Inni Arkitektum af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt kt. 021256-7579. Uppdrættir eru í verki HOFS-1604, númer A100 og A101, dagsettir 19. desember 2019. Byggingaráform samþykkt.