Mótun framtíðarsýnar vegna sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 1910166
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 73. fundur - 23.01.2020
Tekið fyrir mál vísað frá sveitarstjórn til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar um mótun framtíðarsýnar sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að starfsmenn nefndarinnar ásamt Berglindi Þorsteinsdóttur skipi starfshóp um mótun framtíðarsýnar sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki. Starfshópurinn skili tillögum að framtíðarsýn til nefndarinnar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að starfsmenn nefndarinnar ásamt Berglindi Þorsteinsdóttur skipi starfshóp um mótun framtíðarsýnar sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki. Starfshópurinn skili tillögum að framtíðarsýn til nefndarinnar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 74. fundur - 19.02.2020
Tekin fyrir safnstefna Byggðasafns Skagfirðinga sem unnin var af Berglindi Þorsteinsdóttur forstöðumanni Byggðasafns Skagfirðinga. Málið áður á dagskrá 72. fundar nefndarinnar þann 30.12.19.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir safnstefnuna. Nefndin þakkar Berglindi fyrir vel unna stefnu.
Inga Katrín vék af fundi undir þessum lið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir safnstefnuna. Nefndin þakkar Berglindi fyrir vel unna stefnu.
Inga Katrín vék af fundi undir þessum lið.
Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga sat fundinn undir þessum lið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að stofna starfshóp um mótun framtíðarsýnar sýningarhalds á Sauðárkróki á vegum Byggðasafns Skagfirðinga. Starfshópinn skipa Sigríður Magnúsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir, Sigfús Ólafur Guðmundsson og Heba Guðmundsdóttir. Drög að safnstefnu Byggðasafns Skagfirðinga 2019-2023 kynnt og verða tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Berglind vék af fundi 14:01