Fara í efni

Reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur 2020

Málsnúmer 1910275

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 271. fundur - 05.11.2019

Reglurnar lagðar fram. Félags- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að tillögu fyrir næsta fund.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 272. fundur - 28.11.2019

Lagt er til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 2,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði). Vísað til byggðráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 891. fundur - 04.12.2019

Málinu vísað frá 272. fundi félags- og tómstundanefndar þann 28. nóvember 2019. Nefndin bókaði svohljóðandi:"Lagt er til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 2,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði). Vísað til byggðráðs."
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu og bókun félags- og tómstundanefndar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 391. fundur - 12.12.2019

Vísað frá 891. fundi byggðarráðs frá4. desember 2019 til afgreiðslu sveitastjórnar.

Lagt er til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 2,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði).

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.