Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

391. fundur 12. desember 2019 kl. 16:30 - 19:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Laufey Kristín Skúladóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir 2. varam.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir ritari
Dagskrá
Forseti óskar eftir að taka fyrir með afbrigðum ályktun vegna ástands síðustu daga. Samþykkt með 8 atkvæðum en 1 sveitarstjórnarfulltrúi var ekki mættur til fundar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp hefur komið í Skagafirði og víðar á landinu í kjölfar óveðurslægðar sem gekk yfir landið fyrr í vikunni. Það er óviðunandi á árinu 2019 að í kjölfar óveðurs skuli tugþúsundir manna verða innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman, auk þess að njóta bágborinna fjarskipta og upplýsinga um hvaða endurbótum og lagfæringum liði. Ekki er boðlegt að stefna hundruðum manna út í mannskaðaveður, með tilheyrandi hættu, til að ráðast í lagfæringar á innviðum sem hefði þegar átt að vera búið að byggja upp með því öryggi sem tilheyrir 21. öldinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á stjórnvöld að fara rækilega ofan í atburði liðinna daga og byggja upp nauðsynlegar áætlanir við hamförum sem þessum. Jafnframt er mikilvægt að ráðast þurfi í við- og endurbætur á Sauðárkrókshöfn svo höfnin geti staðið áhlaup sem þessi. Þá er nauðsynlegt að ráðast án tafar í stórfellt átak uppbyggingar raforku- og fjarskiptainnviða á Norðurlandi og í fleiri landshlutum sem nái til allra sveita og bæja landsins. Það ástand sem enn varir í mörgum byggðarlögum landsins er óboðlegt með öllu.


Ályktun borin upp til afgreiðslu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn.

Gísli Sigurðsson óskar eftir að taka til máls áður en gengið er til dagskrár til að ræða ástand síðustu daga.

1.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1911134Vakta málsnúmer

Vísað fráj 889. fundi byggðarráðs frá 20. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram drög að viðauka númer 7 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstur sveitarfélagsins né efnahag. Um er að ræða millifærslu á 25 mkr. framkvæmdafé frá eignasjóði til hitaveitu.

Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2019 borin upp til afgreiðslu og samþykktur með 9 atkvæðum.

2.Gjaldskrá brunavarna - slökkvitækjaþjónusta 2020

Málsnúmer 1910270Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðrráðs 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun á gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2020.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

3.Gjaldskrá grunnskóla

Málsnúmer 1910246Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðarráðs 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagt er til að fæðisgjald í grunnskóla hækki um 2,5% og dvalargjald í heilsdagsskóla hækki um 2,5%.
Bjarni Jónsson tók til máls og ítrekaði bókun:VG og óháð vilja efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og telja mikilvægan lið í því að stefna að gjaldfríum grunnskóla fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Í því felst að skólamáltíðir verði verði börnum að kostnaðarlausu. Ennfremur leggjum mikla áherslu á að eldaður sé frá frá grunni í skólunum sjálfum, góður og hollur matur, sem mest úr heimabyggð. Við minnum á þá stefnumörkun Skagafjarðar að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.

Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir tóku til máls.
Fulltrúar VG og óháðra óskar bókað að þau sitji hjá við atkvæðagreiðsluna.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Gjaldskrá leikskóla

Málsnúmer 1910247Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðarráðs 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagt er til að gjaldskrá leikskóla taki eftirfarandi breytingum: Fæðisgjald hækki um 2,5% og almennt dvalargjald og sérgjald hækki um 2,5%

Bjarni Jónsson tiók til mál og áokar bókað: VG og óháð leggjast á móti enn frekari hækkun leikskólagjalda í Skagafirði, sem voru orðin þau lægstu á landinu áður en meirihluti sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks tók við. VG og óháð vilja efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og telja mikilvægan lið í því að stefna að gjaldfríum leikskóla fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Bjarni Jónsson
Álfhildur Leifsdóttir

Fulltrúar VG og óháðra óskað bókað að þau sitja hjá við atkvæðagreiðslu.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Gjaldskrá tónlistarskóla

Málsnúmer 1910248Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðrráðs 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagt er til að gjaldskrá í tónlistarskóla hækki um 2,5%.

Álfhildur Leifsdóttir tók til mál og ítrekar bókun:Mikilvægt er að öll börn eigi þess kost að stunda tónlistarskólanám.

Bjarni Jónsson
Álfhildur Leifsdóttir

VG og óháðir óskað bókað að þau sitji hjá við atkvæðagreiðsluna.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 7 atkvæðum

6.Gjaldskrá fyrir gatnag.gjöld, stofngj.fráveitu og fl. 2020

Málsnúmer 1910282Vakta málsnúmer

Vísað frá 890. fundi byggðarráðs frá 27. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2020 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar 1. janúar 2019.
Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020.
Ákvæðið vari til 31. desember 2020. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka.

Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

7.Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020

Málsnúmer 1910155Vakta málsnúmer

Vísað frá 891. fundi byggðarráðs 4. desember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram drög að breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020.
Samþykkt var, á fundi byggðarráðs, að reglunar frá árinu 2019 yrðu óbreyttar.

Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson tóku til máls.
Fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þau sitji hjá við atkvæðagreiðslu og óska bókað: Hækka þyfti tekjuviðmið vegna fasteignaskatts í samræmi við vísitöluhækkanir svo að afsláttarreglurnar þjóni sem best hlutverki sínu.

Óbreyttar reglur frá 2019, um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþegar af fasteignaskatti 2020, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með 7 atkvæðum.

8.Fasteignagjöld - gjaldskrá 2020

Málsnúmer 1910154Vakta málsnúmer

Vísað frá 891. fundi byggðarráðs frá 4. desember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðar- og landleiga verði óbreytt frá árinu 2019.
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda eru níu, frá 1. febrúar 2020 til 1. október 2020. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 25.000 kr. verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2020. Gefinn er kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga, eigi síðar en 10. maí 2020, séu þau jöfn eða umfram 25.000 kr.

Bjarni Jónsson tók til máls.
Fulltrúar VG og óháðra óskað bókað að þau sitji hjá við atkvæðagreisluna.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur 2020

Málsnúmer 1910275Vakta málsnúmer

Vísað frá 891. fundi byggðarráðs frá4. desember 2019 til afgreiðslu sveitastjórnar.

Lagt er til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 2,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði).

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

10.Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2020

Málsnúmer 1910266Vakta málsnúmer

Vísað frá 891. fundi byggðarráðs 4. desember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar fyrir árið 2020.
Í tillögunni er gert ráð fyrir 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum. Einnig er gerð tillaga að breytingu 1. greinar gjaldskrár og eftirfarandi gjaldskrárlið bætt við gjaldskrána; "Boðið er upp á að sækja dýrahræ heim á bæi í dreifbýli vikulega frá apríl til október og á tveggja vikna fresti frá nóvember til mars. Þjónustan er gjaldfrjáls en greiða skal urðunargjald samkvæmt vigt og miðast gjaldið við gjaldskrá urðunarstaðarins í Stekkjarvík hverju sinni.

Fulltrúar VGóg óháðra óskað bókað að þau sitji hjá við atkvæðagreiðsluna.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1912028Vakta málsnúmer

Vísað frá 891. fundi byggðarráðs frá 5.desember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram tillaga um að breyta reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts frá og með 1. janúar 2020. 1. grein verði eftirfarandi:
Sveitarstjórn Skagafjarðar er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi æskulýðs- og mannúðarsamtaka og menningarstarfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, sbr. heimild í 2. mgr. 5 gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. 5. grein hljóði svo: Eigendur friðaðra húsa geta sótt um styrki til greiðslu fasteignaskatts af friðuðum húsum ef þeir hafa staðið að endurbótum eða endurbyggingu þeirra.
Umsóknum skal skilað til sveitarfélags eigi síðar en 30 dögum eftir fyrsta gjalddaga ár hvert. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um endurbyggingu eða endurbætur hússins. Sveitarstjórn metur umsóknir og ákveður styrkhæfni í hvert sinn. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fram hafi farið umtalsverðar endurbætur á húsinu. Þannig megi líta á styrk sem framlag til endurbóta. Styrkir samkvæmt þessari grein verða einungis veittir til eins árs í senn og að hámarki í 5 ár fyrir hverja fasteign. Sé umsókn metin styrkhæf fer um framkvæmd skv. 3. gr., utan þess að veittur styrkur til endurbóta eða endurbyggingu friðaðra húsa getur aldrei numið hærri fjárhæð en sem svarar 100% af álögðum fasteignaskatti.

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með 9 atkvæðum.

12.Gjaldskrá brunavarna 2020

Málsnúmer 1910264Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðrráðs 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2020.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

13.Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2019-2023

Málsnúmer 1911182Vakta málsnúmer

Vísað frá 890. fundi byggðarráðs frá 27. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagður fram viðauki númer 8 við fjárhagsáætlun árins 2019. Gengur viðaukinn m. a. út á hækkun rekstrarkostnaðar vegna kaupa á tölvubúnaði fyrir ýmsar starfsstöðvar sveitarfélagsins að fjárhæð 6.468.000 kr. Á móti eru aðrir rekstrarliðir lækkaðir. Einnig eru í viðaukanum fjármunir færðir á milli rekstrareininga. Í rekstrarreikningi eru áhrif þessa hluta viðaukans engin. Í eignasjóði er fjármagnskostnaður lækkaður um 6.500.000 kr. og fjármagnið flutt á fjárfestingalið.

Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2019-2023 borin upp til afgreiðslu og samþykktur með 9 atkvæðum.

14.Skammtímalán

Málsnúmer 1912018Vakta málsnúmer

Visað frá 891. fundi byggðarráð frá 4.desember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykir heimild til sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs til að taka skammtímalán allt að fjárhæð 100 mkr. Heimildin gildi til 31. desember 2020.

Heimild til töku skammtímaláns, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

15.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál

Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer

Vísað frá 363. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. desember 2019.
Lögð er fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, útgáfa 1.1 dagsett 2. desember 2019 unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt samkvæmt 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga um að framangreind skipulagslýsing verði auglýst og kynnt samkv. ofangreindu borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

16.Endurtilnefning varaáheynarflt. í byggðarráð

Málsnúmer 1912069Vakta málsnúmer

Endurtilnefning áheyrnarfulltrúa Byggðalista í byggðarráð.
Forseti gerir tillögu um Jóhönnu Ey Harðardóttur í stað Sveins Þ. Finster Úlfarssonar.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hún því rétt kjörin.

17.Fjárhagsáætlun 2020 - 2024

Málsnúmer 1908008Vakta málsnúmer

Vísað frá 893. fundi byggðarráðs þann 9. desember síðastliðinn.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2020-2024 er lögð fram til seinni umræðu.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunina.
Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess.
Forsendur fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 og áætlunar fyrir árin 2021-2024 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2020 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 6.048 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 5.298 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 5.605 m.kr., þ.a. A-hluti 5.019 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 682 m.kr, afskriftir nema 239 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 309 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð jákvæð, samtals með 134 m.kr. í rekstrarafgang.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 424 m.kr, afskriftir nema 145 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 250 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 29 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2020, 9.941 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 8.411 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 7.072 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 6.900 m.kr. Eigið fé er áætlað 2.858 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 28,751%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.511 m.kr. og eiginfjárhlutfall 17,96%.
Ný lántaka er áætluð 405 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða um 415 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.163 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.056 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 117% og skuldaviðmið 91%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 312 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 547 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 149 m.kr. hjá samstæðunni í heild.

Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og lagði fram bókun Byggðalistans:Vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 hefur gengið nokkuð vel og hafa starfsfólk sveitarfélagsins sem og kjörnir fulltrúar unnið hörðum höndum síðustu vikur og mánuði. Íbúar fengu tækifæri til þess að setja mark sitt á áætlunina á íbúafundum víðsvegar um sveitarfélagið og má sjá þess einhver merki í þeirri áætlun sem nú liggur fyrir sveitarstjórn. Þetta fyrirkomulag er vonandi komið til að vera, þó útfærslan taki kannski einhverjum breytingum milli ára. Til að mynda væri gott að niðurstöður fundanna væru settar upp sem markmið, sem við sveitarstjórnarfólk getum unnið að. En slík nálgun myndi án efa auka traust íbúa á sveitarstjórn.
Byggðalistinn hefur stutt þær gjaldskrárhækkanir sem miðast við þróun verðlags milli ára. Það gerum við til þess að mæta þeim kostnaði sem verðlagsþróun hefur í för með sér. Það er samt sem áður mikilvægt að sveitarfélagið standist samanburð við önnur sveitarfélög og skapist svigrúm í rekstri er mikilvægt að það skili sér í lækkunum á gjaldskrám. En eins og staðan er í dag teljum við ekki vera svigrúm til lækkunar í gjaldskrám, sér í lagi þar sem miklar framkvæmdir eru framundan, og fjármagnsgjöld geta orðið íþyngjandi fyrir reksturinn ef farið er of geyst inn um gleðinnar dyr.
Á fundi Fræðslunefndar þann 21. mars síðastliðinn var tekið fyrir erindi frá foreldrafélagi leikskóla Ársala. Erindið fól bæði í sér ábendingar varðandi atriði tengd aðbúnaði á leikskólanum og fyrirspurn um hvatapeninga. Okkur langar að nefna hér sérstaklega eitt atriði sem fræðslunefnd vísaði til nefndar sem málið varðar en það eru hvatapeningar til frístundastarfs til barna á leikskólaaldri. Í erindinu kemur fram að fjöldi barna á leikskólaaldri sæki frístundastarf, hvort sem það eru íþróttir eða önnur afþreying. Fjölbreytt frístundarstarf er í boði hér í sveitarfélaginu og ættum við að leggja okkur fram við að styðja það og styrkja, óháð aldri. Í ljósi þess að Skagafjörður gerðist nú á haustdögum heilsueflandi sveitarfélag finnst okkur merkilegt að ekki sé tekið stærra skref en raun ber vitni. En sú afþreying sem í boði er fyrir börn á leikskólaaldri felur í sér töluverða þátttöku foreldra/forsjáraðila og skapar þannig dýrmætar, heilsueflandi samverustundir.
Skagafjörður vill vera fjölskylduvænt, heilsueflandi samfélag og í því samhengi þarf að horfa á alla aldurshópa, ekki síst yngstu börnin. Við leggjum því áherslu á að framangreindum þætti verði forgangsraðað hærra svo það komist til framkvæmda hið fyrsta.
Að þessu sögðu, munu fulltrúar Byggðalistans sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2020.
Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir fulltrúar Byggðalistans


Álfhildur Leifsdóttir tók til mál og lagði fram bókun VG og óháðra: Tækifæri flestra stærri sveitarfélaga í landinu til að greiða niður skuldir og veita íbúum ódýrari þjónustu hafa batnað til muna undanfarin misseri. Mörg þeirra hafa einmitt nýtt góðærið til þess. Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki í þeim hópi, því miður.
Atvinnuástand hefur verið gott í Skagafirði og um margt gengið vel og munar þar bæði um fjölbreytt og öflug fyrirtæki í héraði. Sveitarfélagið Skagafjörður nýtur góðs af því í stöðugleika og auknum tekjum. Þá hefur hækkun fasteignamats skilað verulegum viðbótartekjum í formi fasteignagjalda og greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hafa sömuleiðis verið drjúgar að undanförnu, svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir þetta er skuldabyrði sveitarfélagsins þung og fátt sem bendir til þess að hún muni lækka á næstunni að óbreyttu. Slíkt er ekki hyggilegt í slíku góðæri, því aðstæður geta breyst á skömmum tíma. Að undanförnu hefur einmitt borið á nokkrum samdrætti í samfélaginu sem gæti haft áhrif á tekjur og stöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það er því mikilvægt að sýna virkt aðhald og festu.
Ráðist var í umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir árið 2012 sem öll sveitarstjórnin stóð sameiginlega að. Skiluðu þær aðgerðir umtalsverðum árangri fyrir rekstur sveitarfélagsins og stofnanna þess sem við búum enn að, án þess að dregið væri úr þjónustu eða auknar álögur settar á íbúa.
VG og óháð vilja efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og leggja áherslu á að sveitarfélagið bjóði upp á góða og ódýra þjónustu við börn og barnafólk. Við styðjum því ekki gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum, tónlistarskóla eða fæðisgjöldum grunn- og leikskóla og að auknum kostnaði sé þannig velt yfir á fjölskyldufólk. Skólamáltíðir ætti að verða börnum að kostnaðarlausu og áhersla lögð á að matur sé eldaður sé frá frá grunni í skólunum sjálfum, sem mest úr hollu hráefni úr heimabyggð. Með því kemur sveitarfélagið til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.
Í anda þeirrar fjölskylduvænu stefnu sem mörkuð var undir forystu VG og óháðra kjörtímabilið 2010-2014 voru þessi gjöld orðin þau lægstu á landinu. Nú er öldin önnur og þær hækkanir sem hafa orðið umfram mörg önnur sveitarfélög, bera vart slíkri stefnumörkun vitni. Það er mikilvægt að gera svæðið enn eftirsóknarverðara fyrir fólk að búa á og flytjast til, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk, með því að halda þessum gjöldum í lágmarki. Stefnumörkun sveitarstjórnar og forgangsröðun kemur meðal annars fram í gegnum gjaldskrár fyrir margvíslega þjónustu. Flöt hækkun gjalda á flesta málaflokka ber ekki slíkri stefnumörkun vitni.
Mikilvægt er að áætlunum um framkvæmdir og viðhald húseigna sveitarfélagsins sé fylgt eftir og verkin unnin en brögð eru að því að misbrestur hafi orðið á slíku. Í sumum tilvikum þola slík verkefni enga bið, svo sem leikskólinn á Hofsósi, en hönnunarvinna hans hefur dregist í meira en 2 ár og litlar sem engar endurbætur á húsnæði grunnskólans á Hofsósi hafa verið gerðar á þeim tíma. Bið eftir brýnum úrbótum í húsnæðismálum leikskóla á Hofsósi hefur staðið yfir í enn fleiri ár. Hraða verður þessari vinnu sem og lausn á leikskólamálum í Varmahlíð. Stefnt er að mörgum mikilvægum uppbyggingar- og viðhaldsverkefnum í sveitarfélaginu á árinu 2020 sem sveitarstjórn er í flestu sammála um. Brýnt er að ráðast í frekari endurbætur og uppbyggingu leik, og grunnskólamannvirkja víða um héraðið og spara sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni með því að koma starfsemi áhaldahúss og veitna í ódýrara og hentugra húsnæði sem hentar betur bæði starfseminni og starfsfólkinu, svo fátt eitt sé nefnt.
Mat á hlutverki sveitarfélagsins og forgangsröðun verkefna sem felst í langtíma skuldbindingum, ívilnunum og fjárútlátum vegna fyrirtækisins Sýndarveruleiki ehf. sem fela í sér aukin rekstrargjöld og skerða framkvæmdagetu sveitarfélagsins næstu áratugi er hinsvegar á ábyrgð meirihluta framsóknar og sjálfstæðisflokks. Hluta þeirra fjármuna mætti nota til að gera máltíðir grunn- og leikskóla Skagafjarðar gjaldfrjálsar svo dæmi sé tekið.
Fulltrúar allra framboða í nefndum sveitarfélagsins hafa ásamt starfsfólki unnið að fjárhagsáætlun næsta árs undanfarnar vikur. Fulltrúar hafa átt samleið í flestum atriðum en í öðrum hefur verið áherslumunur. Nefndarfólk VG og óháðra vill koma á framfæri þökkum fyrir farsælt samstarf og þakka öðru nefndarfólki fyrir samstarfið og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnanna þess árið 2020. Sérstaklega viljum við þakka sveitarstjóra fyrir góða vinnu og gott samstarf á árinu.
Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðsluna.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar VG og óháðra

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram bókun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðismanna: Það er afskaplega ánægjulegt að leggja fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 þar sem gert er ráð fyrir rekstrarfagangi af samstæðureikningi sveitarsjóðs að upphæð 682 milljónum fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B- hluta er áætluð samtals 134 milljónir. Ef áætlanir ganga eftir og árið 2020 verður gert upp með hagnaði hefur sveitarsjóður verið rekinn með hagnaði í 8 af síðustu 9 árum sem er einstakur árangur í sögu sveitarfélagsins. Það er einnig ánægjulegur áfangi að áætlunin gerir ráð fyrir að A-hluti verði rekinn með 29 milljóna króna afgangi.
Því ber að fagna enda markmið að hafa rekstur A-hluta sveitarsjóðs jákvæðan. Ef fram fer sem horfir og rekstur A-hluta sveitarsjóðs verður jákvæður fyrir árið 2020 eins og áætlun gerir ráð fyrir, getum við því verið að sjá í fyrsta skipti í ríflega 20 ára sögu sveitarfélagsins, A-hluta sveitarsjóðs með jákvæðri rekstrarniðurstöðu fimm ár í röð.
Óhætt er að segja að ákveðinn stöðugleiki hafi náðst í reksturinn og ber það að þakka ábyrgri fjármálastjórn og aðhaldi í rekstri undanfarinna ára. Einnig ber að þakka starfsmönnum sveitarfélagsins en ljóst er að án samstillts átaks þeirra hefði sá árangur ekki náðst líkt og rekstur undanfarinna ára ber með sér sem og sú áætlun sem lögð er fram nú.
Mikilvægt er að áfram verði haldið á þeirri braut sem mörkuð hefur verið á undanförnum árum og aðhalds gætt í rekstri. Góður rekstur er undirstaða þess að hægt sé að veita íbúum þá þjónustu sem sveitarfélagið er að veita í dag og að hægt sé að fara í þau fjölmörgu framfaraverkefni sem ráðast á í á komandi árum.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 er miðað við að þar sem gjaldskrár væru hækkaðar yrðu þær hækkanir hófstilltar og var að jafnaði miðað við 2,5% í samræmi við lífskjarasamninga. Hækkun vísitölu neysluverðs gerir ráð fyrir eilítið meiri hækkun eða 2,6%, auk þess sem gert er ráð fyrir hækkun launavísitölu upp á 5,2%. Í áætlun ársins er gert ráð fyrir breytingu á stuðningi við tekjulága einstaklinga sem þurfa á leiguúrræði að halda, auk lækkunar aldurs þeirra sem njóta hvatapeninga til stuðnings íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi.
Sveitarfélagið Skagafjörður verður áfram með einhver lægstu gjöld í leik- og grunnskólum landsins sem og að orkukostnaður verður áfram hvað lægstur á íbúa í Skagafirði. Afar mikilvægt er að hafa þau markmið uppi þegar framtíðaruppbygging héraðsins er höfð í huga. Hefur þessi stefna undanfarinna ára m.a. skilað því að mikil uppbygging á sér nú stað í Skagafirði, meiri en verið hefur í áratugi. Sem dæmi rís nú fjöldi bygginga í dreifbýli sem þéttbýli Skagafjarðar. Uppgangur er einnig í atvinnulífinu, meiri en mörg undanfarin ár.
Það er afar mikilvægt að þannig sé haldið á málum að það sé eftirsóknarvert að búa í Skagafirði og er þetta og áframhaldandi fjölgun íbúa merki um að svo sé.
Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri samstæðunnar verði 547 milljónir á árinu og framkvæmt verði fyrir 431 milljónir. Sem dæmi um þau fjölmörgu verkefni sem áætlað er að fara í á næsta ári má nefna byggingu nýs leikskóla á Hofsósi, áframhaldandi framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks, endurnýjun götu í Varmahlíð, frágang gatna á Sauðárkróki, hafnarframkvæmdir á Hofsósi, hönnun íþróttahúss á Hofsósi, hönnun sumarhúsahverfis í nágrenni Steinsstaða, framkvæmdir við Varmahlíðarskóla, malbikun bílastæðis við íþróttamiðstöð í Varmahlíð og þannig má áfram telja.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfall sveitarsjóðs ekki fara yfir 150% af tekjum. Gerir fjárhagsáætlun 2020 hins vegar ráð fyrir því að skuldahlutfallið verði 117%, en þegar búið er að draga frá lífeyrisskuldbindingu að hluta og skuldir orku- og veitufélaga líkt og lögin gera ráð fyrir, er skuldaviðmið samstæðunnar um 91% sem er vel innan allra marka þrátt fyrir miklar framkvæmdir í Sveitarfélaginu á undanförnum árum. Sú áætlun sem lögð er fram nú var unnin í samvinnu allra flokka, bæði í nefndum sveitarfélagsins og í byggðarráði sem er mikilvægt og ber að þakka fyrir þá vinnu.
Með slíkar kennitölur í rekstri er ljóst að áfram er hægt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið til hagsældar og uppbyggingar innviða Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Við óskum íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til hamingju með þá áætlun sem hér er lögð fram og jafnframt óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Regína Valdimarsdóttir og Laufey Kristín Skúladóttir.



Stefán Vagn Stefánsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Laufey Kristín Skúladóttir
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir


Fjárhagsáætlun 2020-2024 borin upp til aðkvæðagreiðslu og samþykkt með 5 greiddum atkvæðum meirihlutans.
Fulltrúar Byggðalistans og fulltrúar VG og óháðra sitja hjá við atkvæðagreiðsluna

18.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 17

Málsnúmer 1911008FVakta málsnúmer

Fundargerð 17. fundar Skagfirskra leiguíðbúða hses frá 15. nóvember 2019 lögð fram til kynningar á 391. fundi sveitarstjórnar 11. desember 2019.

19.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 18

Málsnúmer 1911030FVakta málsnúmer

Fundargerð 18. fundar Skagfirskra leiguíðbúða hses frá 29. nóvember 2019 lögð fram til kynningar á 391. fundi sveitarstjórnar 11. desember 2019.

20.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits N.l. vestra 2019

Málsnúmer 1901006Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 20. nóvember 2019 lögð fram til kynningar á 391. fundi sveitarstjórnar 11. desember 2019

21.Fundagerðir stjórnar SÍS 2019

Málsnúmer 1901002Vakta málsnúmer

876. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. nóvember 2019 lögð fram til kynningar á 391. fundi sveitarstjórnar 11. desember 2019

22.Umhverfis- og samgöngunefnd - 163

Málsnúmer 1911018FVakta málsnúmer

Fundargerð 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 27. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Bjarni Jónsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lögð voru fram til samþykktar drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags hafnarsvæðisins á Sauðárkróki. Drögin eru unnin af Verkfræðistofunni Stoð ehf. og eru dagsett 25.11.2019.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að skipulagslýsingu og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lagður var fyrir fundinn tölvupóstur frá Cruise Europe um starfssemi félagsins og aðildagjöld.
    Hafnarstjóri leggur til að Skagafjarðarhafnir gerist aðildarfélagi í Cruise Europe til að markaðssetja Skagafjörð sem áfangastað skemmtiferðaskipa.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir aðild Skagafjarðarhafna að Cruise Europe og að aðildargjöld og annar kostnaður greiðist af hafnarsjóði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 11. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lögð voru fram til samþykktar drög af leigusamningi á milli Sveitarfélagsins og Verðandi - miðstöð endurnýtingar um afnot Verðandi af gamla vigtarhúsinu á Hofsósi.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drög af leigusamningi og felur sviðstjóra og hafnarstjóra að ganga frá samningnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lögð var fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar fyrir árið 2020.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum.
    Einnig er gerð tillaga að breytingu 1. greinar gjaldskrár og eftirfarandi gjaldskrárlið bætt við gjaldskrána;
    "Boðið er upp á að sækja dýrahræ heim á bæi í dreifbýli vikulega frá apríl til október og á tveggja vikna fresti frá nóvember til mars. Þjónustan er gjaldfráls en greiða skal urðunargjald samkvæmt vigt og miðast gjaldið við gjaldskrá urðunarstaðarins í Stekkjarvík hverju sinni."
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lögð voru fyrir fundinn drög að viljayfirlýsingu á milli Kiwanisklúbbsins Freyju og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna uppbyggingar á fjölskyldugarði á Sauðárkróki.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og felur sviðstjóra að ganga frá undirskrift við Kiwanisklúbbinn Freyju.

    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Frágangi á hundasvæði á Sauðárkróki er að ljúka. Búið er að steypa niður girðingastaura og unnið er að uppsetningu girðingar ásamt göngu- og aksturshliða.
    Settar verða upp umgengnisreglur um svæðið áður en það verður tekið í notkun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lagðar voru fyrir fundinn endanlegar teikningar af útivistarskýli í Sauðárgili.
    Teikningar eru unnar af Teiknistofu Norðurlands, dagsettar 12.11.2019.
    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að vinna að efnisútvegun innan ramma fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun þar sem kynntur er nýútgefinn upplýsingabæklingur sem ætlaður er sem handbók fyrir sveitarfélög. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um leyfisveitingar, sérstaka vernd, umsagnir, friðlýsingar, akstur utan vega, vegaskrá og almennt um hlutverk sveitarfélaga og náttúruverndarnefnda skv. náttúruverndarlögum nr. 60/2013 Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.

23.Byggðarráð Skagafjarðar - 889

Málsnúmer 1911014FVakta málsnúmer

Fundargerð 889. fundar byggðarráðs frá 20. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 889 Lagt fram minnisblað dagsett 23. október 2019 frá RR ráðgjöf vegna úttektar á fjölskyldusviði sveitarfélagsins. Óskað var eftir úttektinni af hálfu byggðarráðs þann 10. desember 2018. Einnig lagt fram minnisblað sveitarstjóra vegna úttektarinnar.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að meta tillögur sem fram koma í skýrslunni og vinna úr þeim.
    Bókun fundar Afgreiðsla 889. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 889 Lögð fram drög að viðauka númer 7 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstur sveitarfélagsins né efnahag. Um er að ræða millifærslu á 25 mkr. framkvæmdafé frá eignasjóði til hitaveitu.
    Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 33 "Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2019". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 889 Málið áður á dagskrá 888. fundi byggðarráðs. Lögð fram svohljóðandi bókun 64. fundar veitunefndar frá 5. nóvember 2019: "Lögð var fram til kynningar hönnun og kostnaðaráætlun vegna lagningar hitaveitu um norðanvert Hegranes unnin af Braga Þór Haraldssyni á Verkfræðistofunni Stoð ehf. Veitunefnd leggur til og vísar til byggðarráðs að lagning hitaveitu um norðanvert Hegranes verði á fjárhagsáætlun næsta árs."
    Byggðarráð samþykkir að efniskaup vegna framkvæmdarinnar verði gerð á árinu 2019 og stefnir að því að annar kostnaður verði á fjárfestingaráætlun ársins 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 889. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 889 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. nóvember 2019 frá Sótahnjúk ehf. varðandi hugmyndir félagsins um uppbyggingu að Sólgörðum í Fljótum. Óskað er eftir viðræðum um mögulega nýtingu húsnæðis undir merkjum félagsins.
    Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að finna fundartíma sem hentar báðum aðilum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 889. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 889 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 13. nóvember 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, sent sveitarfélögum landsins varðandi vatnsveitur og ákvörðun á fjárhæð vatnsgjalds í gjaldskrá. Óskað er eftir upplýsingum um þau atriði og gögn sem gjaldskrár vatnsveitna er varða vatnsgjald eru byggðar á. Einnig lagt fram minnisblað ráðuneytisins um gjaldskrá vatnsveitna og fjármagnskostnað, dagsett 25. október 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 889. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 889 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál.
    Byggðarráð tekur undir markmið frumvarpsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 889. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 889 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. nóvember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 889. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 889 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál.
    Byggðarráð fagnar markmiðum frumvarpsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 889. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 889 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2019 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 283/2019, "Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir". Umsagnarfrestur er til og með 28.11.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 889. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 889 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2019 frá Umhverfisstofnun. Á ársfundi Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn var þann 14. nóvember 2019 á Egilsstöðum, kynnti Umhverfisstofnun nýútgefinn upplýsingabækling sem ætlaður er sem handbók fyrir sveitarfélög. Fjallað er um leyfisveitingar, sérstaka vernd, umsagnir, friðlýsingar, akstur utan vega, vegaskrá og almennt um hlutverk sveitarfélaga og náttúruverndarnefnda skv. náttúruverndarlögum nr. 60/2013. Bæklinginn er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 889. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.

24.Byggðarráð Skagafjarðar - 890

Málsnúmer 1911024FVakta málsnúmer

Fundargerð 890. fundar byggðarráðs frá 27. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • 24.1 1910106 Atlantic Leather
    Byggðarráð Skagafjarðar - 890 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 890. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 890 Lagður fram kaupsamningur þar sem Nýprenti ehf. eru seld hlutabréf sveitarfélagsins í Feyki ehf., kt. 580383-0179, að nafnverði 36.750 kr. á 1 kr.
    Byggðarráð samþykkir kaupsamninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 890. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • 24.3 1911129 Fyrirspurn um leigu
    Byggðarráð Skagafjarðar - 890 Lagðar fram fyrirspurnir frá Álfhildi Leifsdóttur um húsaleigu vegna fasteignarinnar Borgarflöt 27 (RKS hús), dagsettar 17. nóvember 2019. Auk þess er einnig spurt um aðra húsnæðisaðstöðu sem sveitarfélagið og stofnanir þess hafa á leigu.
    Lögð fram svör við fyrirspurnunum og byggðarráð samþykkir að spurningar og svör verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Byggðarráð bókar að það sé orðið tímabært að finna þjónustumiðstöð eignasjóðs og Skagafjarðarveitum varanlegt framtíðarhúsnæði á einum stað, sem er hentugt og hagkvæmt fyrir starfsmenn og starfsemina.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað: Mikilvægt er að vera vakandi fyrir langtíma útgjöldum sveitarfélagsins og er því jákvætt að Byggðarráð telji tímabært að finna hentugra framtíðarhúsnæði í ljósi hárrar leigu um árabil af húsnæði Borgarflatar 27 í kjölfar þessarar fyrirspurnar.
    Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar VG og óháðra

    Afgreiðsla 890. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 890 Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2020 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar 1. janúar 2019.
    Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020.
    Ákvæðið vari til 31. desember 2020. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 27 "Gjaldskrá fyrir gatnag.gjöld, stofngj.fráveitu og fl. 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 890 Lagður fram viðauki númer 8 við fjárhagsáætlun árins 2019. Gengur viðaukinn m. a. út á hækkun rekstrarkostnaðar vegna kaupa á tölvubúnaði fyrir ýmsar starfsstöðvar sveitarfélagsins að fjárhæð 6.468.000 kr. Á móti eru aðrir rekstrarliðir lækkaðir. Einnig eru í viðaukanum fjármunir færðir á milli rekstrareininga. Í rekstrarreikningi eru áhrif þessa hluta viðaukans engin.
    Í eignasjóði er fjármagnskostnaður lækkaður um 6.500.000 kr. og fjármagnið flutt á fjárfestingalið.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 34 "Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2019-2023". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 890 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. nóvember 2019 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 284/2019, "Drög að frumvarpi til laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands". Umsagnarfrestur er til og með 02.12.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 890. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 890 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. nóvember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 290/2019, "Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð". Umsagnarfrestur er til og með 04.12.2019.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ítreka síðustu afgreiðslu byggðarráðs varðandi Hálendisþjóðgarð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 890. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.

25.Byggðarráð Skagafjarðar - 891

Málsnúmer 1912001FVakta málsnúmer

Fundargerð 891. fundar byggðarráðs frá 4. desember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.
  • 25.1 1911238 Stefna
    Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lögð fram stefna frá B. Pálssyni ehf. dagsett 26. nóvember 2019 vegna breytinga sem gerðar voru á aðalskipulagi sveitarfélagsins sl. vor og samþykktar af Skipulagsstofnun í júní sl. Í stefnunni er þess m.a. krafist að felldur verði úr gildi sá hluti breytingar sveitarfélagsins á aðalskipulagi sem tekur til Blöndulínu 3 og samþykkt var í sveitarstjórn 24. apríl 2019. Þá er krafist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meints tjóns stefnanda vegna framangreindrar breytingar á aðalskipulaginu. Stefnan verður lögð fram í Héraðsdómi Norðurlands vestra þann 10. desember 2019.
    Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum Stefáns Vagns Stefánssonar (B) og Gísla Sigurðssonar (D) að fela sveitarstjóra í samráði við ráðgjafa við vinnu aðalskipulags að ráða lögmann til að taka til varna í málinu.

    Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:
    VG og óháð hafa aldrei stutt hvernig að umræddu máli hefur verið staðið og ítrekað bókað að bæta þyrfti samráð við landeigendur, bíða eftir umhvefismati, fá óháða úttekt á möguleikum jarðstrengjalagna og gera frekari athugun á Kiðaskarðsleið. Sú afstaða er óbreytt.
    Bókun fundar Fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu.
    Álfhildur Leifsdóttir ítrekar fyrri bókun: VG og óháð hafa aldrei stutt hvernig að umræddu máli hefur verið staðið og ítrekað bókað að bæta þyrfti samráð við landeigendur, bíða eftir umhvefismati, fá óháða úttekt á möguleikum jarðstrengjalagna og gera frekari athugun á Kiðaskarðsleið. Sú afstaða er óbreytt.

    Fulltrúar meirihluta óskar bókað: Sveitarfélagið Skagafjörður lagði umfangsmikla vinnu í umrædda breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og telur að rétt hafi verið staðið að málinu, enda hafi það verið samþykkt af sveitarstjórn og Skipulagsstofnun. Málið er nú komið í lögformlegt ferli og er í höndum lögmanna sveitarfélagsins.

    Stefán Vagn Stefánsson
    Gísli Sigurðsson
    Regína Valdimarsdóttir
    Ingibjörg Huld Þórðardóttir
    Laufey Kristín Skúladóttir


    Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lagðar fram afkriftarbeiðnir frá sýslumannsembættinu á Blönduósi nr. 201908141443537 og nr. 201911141459125 vegna fyrndra útsvarskrafna að höfuðstólsfjárhæð 350.655 kr. auk dráttarvaxta.
    Byggðarráð samþykkir framangreindar afskriftarbeiðnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Málið áður á fundi 887. byggðarráðs þann 7. nóvember 2019. Lögð fram drög að breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020.
    Byggðarráð samþykkir að reglurnar verði óbreyttar frá árinu 2019.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 28 "Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Byggðarráð samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðar- og landleiga verði óbreytt frá árinu 2019.
    Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda eru níu, frá 1. febrúar 2020 til 1. október 2020. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 25.000 kr. verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2020. Gefinn er kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga, eigi síðar en 10. maí 2020, séu þau jöfn eða umfram 25.000 kr.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 29 "Fasteignagjöld - gjaldskrá 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Málinu vísað frá 272. fundi félags- og tómstundanefndar þann 28. nóvember 2019. Nefndin bókaði svohljóðandi:"Lagt er til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 2,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði). Vísað til byggðráðs."
    Byggðarráð samþykkir afgreiðslu og bókun félags- og tómstundanefndar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 30 "Reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Gjaldskránni vísað frá 163. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 27. nóvember 2019. Nefndin bókaði svohljóðandi: "Lögð var fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar fyrir árið 2020. Í tillögunni er gert ráð fyrir 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum. Einnig er gerð tillaga að breytingu 1. greinar gjaldskrár og eftirfarandi gjaldskrárlið bætt við gjaldskrána; "Boðið er upp á að sækja dýrahræ heim á bæi í dreifbýli vikulega frá apríl til október og á tveggja vikna fresti frá nóvember til mars. Þjónustan er gjaldfráls en greiða skal urðunargjald samkvæmt vigt og miðast gjaldið við gjaldskrá urðunarstaðarins í Stekkjarvík hverju sinni." Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir breytingu gjaldskrárinnar með tveimur atkvæðum Stefáns Vagns Stefánssonar (B) og Gísla Sigurðssonar (D) og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðsluna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 31 "Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. nóvember 2019 frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og húsnefnd félagsheimilisins Höfðaborgar. Fram kemur að íbúasamtökin hafa ákveðið að leggja til fjármagn til að greiða fyrir varanlegt áfengis- og skemmtanaleyfi fyrir félagsheimilið. Einnig er lagt til að gerðar verði úrbætur á brunavörnum og brunaviðvörunarkerfi lagt í húsið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að kanna mögulegar úrbætur varðandi brunaviðvörunarkerfi í samráði við hússtjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra rædd. Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. nóvember 2019 frá Landsneti hf. Fram kemur að Landsnet hf. er byrjað að móta kerfisáætlun 2020-2029 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Megintilgangur matsvinnu er að tryggja að tekið verði tillit til umhverfisjónarmiða við ákvarðanir um áætlunina, draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif og upplýsa um hugsanlegar afleiðingar kerfisáætlunar á umhverfið.
    Kynning og samráð vegna umhverfismatsvinnu kerfisáætlunar er í samræmi við lög um umhverfismat áætlana og mun Landsnet birta öll helstu gögn á heimasíðu fyrirtækisins.
    Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um matslýsingu á netfangið landsnet@landsnet.is, merkt „matslýsing“. Frestur til að senda athugasemdir er til og með 23. desember 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. nóvember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • 25.11 1911142 Íbúafundir 2020
    Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá íbúafundum sem haldnir voru á Sauðárkróki, Hólum, Hofsósi og í Varmahlíð og Fljótum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2020-2024. Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar - september 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • 25.13 1912018 Skammtímalán
    Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Byggðarráð samþykir heimild til sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs til að taka skammtímalán allt að fjárhæð 100 mkr. Heimildin gildi til 31. desember 2020. Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslunni til sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 35 "Skammtímalán". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Unnið með fjárhagsáætlun 2020-2024. Eftirtalin komu á fund ráðsins til viðræðu um fjárhagsáætlun viðkomandi málaflokka:
    Klukkan 10:30 komu Haraldur Þór Jóhannsson formaður veitunefndar og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Haraldur vék af fundi kl. 11:20.
    Inga Huld Þórðardóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Guðlaugur Skúlason varaformaður nefndarinnar komu á fundinn kl. 11:30 og véku af honum kl. 12:10.
    Fundarhlé var gert frá 12:10 til 13:00.
    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri kom á fundinn kl. 13:00 og vék af honum kl. 13:20.
    Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri kom á fundinn kl. 13:30 og vék af honum kl. 14:10 ásamt Indriða Þór Einarssyni.
    Ólafur Bjarni Haraldsson vék af fundi kl. 13:50 og Jóhanna Ey Harðardóttir kom í hans stað.
    Klukkan 14:10 komu Guðný H. Axelsdóttir formaður félags- og tómstundanefndar, Atli Már Traustason varaformaður nefndarinnar á fundinn auk Herdísar Á. Sæmundardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, Bertínu Rodriguez sérfræðings á fjölskyldusviði og Þorvaldar Gröndal frístundastjóra. Þorvaldur vék af fundi kl. 14:30 og þau Guðný og Atli kl. 14:50.
    Næst komu á fundinn kl. 15:00 Elín Árdís Björnsdóttir varaformaður fræðslunefndar og Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri. Viku þær af fundi ásamt Herdísi og Bertínu kl. 15:30.
    Byggðarráð samþykkir að halda vinnu við fjárhagsáætlunina áfram á morgun, fimmtudaginn 5. desember kl. 09:00.
    Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.

26.Byggðarráð Skagafjarðar - 892

Málsnúmer 1912004FVakta málsnúmer

Fundargerð 892. fundar byggðarráðs frá 5. desember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 892 Lögð fram tillaga um að breyta reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts frá og með 1. janúar 2020.
    1. grein verði eftirfarandi:
    Sveitarstjórn Skagafjarðar er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi æskulýðs- og mannúðarsamtaka og menningarstarfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, sbr. heimild í 2. mgr. 5 gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
    5. grein hljóði svo:
    Eigendur friðaðra húsa geta sótt um styrki til greiðslu fasteignaskatts af friðuðum
    húsum ef þeir hafa staðið að endurbótum eða endurbyggingu þeirra. Umsóknum skal skilað til sveitarfélags eigi síðar en 30 dögum eftir fyrsta gjalddaga ár hvert. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um endurbyggingu eða endurbætur hússins. Sveitarstjórn metur umsóknir og ákveður styrkhæfni í hvert sinn. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fram hafi farið umtalsverðar endurbætur á húsinu. Þannig megi líta á styrk sem framlag til endurbóta. Styrkir samkvæmt þessari grein verða einungis veittir til eins árs í senn og að hámarki í 5 ár fyrir hverja fasteign. Sé umsókn metin styrkhæf fer um framkvæmd skv. 3. gr., utan þess að veittur styrkur til endurbóta eða endurbyggingu friðaðra húsa getur aldrei numið hærri fjárhæð en sem svarar 100% af álögðum fasteignaskatti.

    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 32 "Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 892 Vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2024 fram haldið frá síðasta fundi þann 4. desember 2019. Eftirtalin komu á fund ráðsins til viðræðu um fjárhagsáætlun viðkomandi málaflokka:
    Gunnsteinn Björnsson formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri komu á fundinn kl. 09:00 og véku af honum kl. 09:50.
    Einar E. Einarsson formaður skipulags- og bygginganefndar, Regína Valdimarsdóttir varaformaður nefndarinnar og Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi komu á fundinn kl. 09:50 og véku af honum kl. 10:10.
    Margeir Friðriksson fór yfir fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála og sameiginlegra liða sem heyra undir málaflokk 21.
    Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom á fundinn kl. 11:00 og fór yfir fjárhagsáætlun eignasjóðs, viðhald og framkvæmdir. Vék hann af fundi kl. 12:10.
    Byggðarráð samþykkir að fjárhagsáætlun 2020-2024 verði lögð fram með áorðnum breytingum á næsta fundi ráðsins, mánudaginn 9. desember 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 892. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.

27.Byggðarráð Skagafjarðar - 893

Málsnúmer 1912007FVakta málsnúmer

Fundargerð 893. fundar byggðarráðs frá 9. desember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 893 Lögð fram fjárhagsáætlun 2020-2024 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
    Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlunina og vísar henni til sveitarstjórnar til síðari umræðu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 38 "Fjárhagsáætlun 2020-2024". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 893 Lögð fram uppsögn Helga Friðrikssonar á 7,5 hektara landspildu úr landi jarðarinnar Laugarbóli, dagsett 1. ágúst 2019.
    Byggðarráð samþykkir uppsögnina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 893. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 893 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. desember 2019 frá nefndasviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 893. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 893 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. nóvember 2019 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 297/2019, "Áform um frumvarp til laga um mannanöfn". Umsagnarfrestur er til og með 13.12. 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 893. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 893 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. nóvember 2019 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 296/2019, "Áform um lagasetningu - breyting á áfengislögum". Umsagnarfrestur er til og með 13.12. 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 893. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 893 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. desember 2019 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 295/2019, "Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni skv. lögum nr. 38/2018". Umsagnarfrestur er til og með 16.12. 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 893. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 893 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. desember 2019 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 300/2019, "Drög að reglugerð um alþjónustu á sviði póstþjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 16.12. 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 893. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.

28.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 71

Málsnúmer 1911026FVakta málsnúmer

Fundargerð 71. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 28. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson og Jóhanna Ey Harðardóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 71 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 (menningarmál)á árinu 2020.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 71 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 (atvinnumál)á árinu 2020.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 71 Tekin fyrir beiðni frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur fyrir hönd Ferðaþjónustunnar á Brúnastöðum, dagsett 10.05.2019 um framlengingu á leigusamningi um félagsheimilið Ketilás.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gera skammtíma samning við Ferðaþjónustuna á Brúnastöðum út árið 2020.
    Nefndin samþykkir að fyrri hluta árs 2020 verði rekstur félagsheimilisins auglýstur til leigu frá og með 1. janúar 2021 og til lengri tíma. Starfsmönnum nefndarinnar falið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir félagsheimilið og óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvernig viðkomandi hyggist standa að rekstri og framtíðaráformum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 71 Tekin fyrir beiðni frá Mörtu Maríu Friðþjófsdóttur dagsett 30.10.2019 þar sem hún óskar eftir því að auglýst verði eftir nýjum rekstraraðila fyrir félagsheimilið Árgarð.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að rekstur félagsheimilisins verði auglýstur til leigu til lengri tíma. Starfsmönnum nefndarinnar falið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir félagsheimilið og óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvernig viðkomandi hyggist standa að rekstri og framtíðaráformum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 71 Tekinn fyrir samningur sveitarfélagsins við Króksbíó um rekstur félagsheimilisins Bifrastar.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gera skammtíma samning við Króksbíó út árið 2020.
    Nefndin samþykkir að fyrri hluta árs 2020 verði rekstur félagsheimilisins auglýstur til leigu frá og með 1. janúar 2021 og til lengri tíma. Starfsmönnum nefndarinnar falið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir félagsheimilið og óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvernig viðkomandi hyggist standa að rekstri og framtíðaráformum.
    Bókun fundar Fulltrúar VG og óháðra óskað bókað: Mikilvægt er að menningarsögulegu gildi og menningarstarfsemi í félagsheimilinu Bifröst sé sómi sýndur og horft sé til Bifrastar sem eins af menningarhúsum Skagafjarðar.
    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum

    Afgreiðsla 71. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.

29.Félags- og tómstundanefnd - 272

Málsnúmer 1911015FVakta málsnúmer

Fundargerð 272. fundar félags- og tómstundanefndar frá 28. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 272 Rótarýklúbbur Sauðárkróks óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust þann 30. nóvember n.k. vegna jólahlaðborðs Rótarýklúbbsins sem þar hefur verið haldið undanfarin ár. Nefndin samþykkir að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 272. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 272 Lagt er til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 2,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði). Vísað til byggðráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 272. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 272 Kynntar voru fyrirhugaðar breytingar á skipulagi þjónustu við fatlað fólk í sólahringsþjónustu á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 272. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 272 Eitt mál tekið fyrir. Erindinu synjað. Bókun fundar Afgreiðsla 272. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 272 Lagt er til að ákvörðun félags- og tómstundanefndar frá 26.08.2019 um heimild til að greiða Guðrúnu Erlu Sigursteinsdóttur, dagforeldri, tímabundið auknar niðurgreiðslur til 1.nóvember verði framlengd til 31. desember 2019.

    Bókun fundar Afgreiðsla 272. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 272 Fjárhagsáætlanir fyrir málaflokka 02, almenna og sértæka félagsþjónustu og 06, frístundaþjónustu, lagðar fram til seinni umræðu í nefndinni.
    Félags og tómstundanefnd samþykkir áætlanirnar fyrir sitt leyti en ítrekar að mikilvægt sé að vinna að leiðréttingu framlaga ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks. Óásættanlegt er með öllu að framlög ríkisins séu langt undir þeirri þjónustuþörf sem fyrir hendi er í málefnum fatlaðs fólks svo munar tugum milljóna króna. Nefndin hvetur sveitarstjórn til viðræðna við hlutaðeigandi ráðuneyti vegna þessa.
    Nefndin samþykkir áætlanirnar og vísar þeim til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna fyrir mikla og góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar árið 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 272. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.

30.Fræðslunefnd - 150

Málsnúmer 1911013FVakta málsnúmer

Fundargerð 150. fundar fræðslunefndar frá 19. nóvember lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Laufey Kristín Skúladóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 150 Kynnt var erindi með leiðbeiningum, dagsettum 4. nóvember 2019, frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna skólaaksturs í grunnskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar fræðslunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 150 Lagt er til að sumarlokun leikskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði verði með eftirfarandi hætti sumarið 2020:
    Birkilundur loki í 5 vikur frá kl. 12 þann 3. júlí til kl. 12 þann 10. ágúst.
    Ársalir loki í 4 vikur frá kl. 14 þann 9. júlí til kl. 10 þann 6. ágúst.
    Tröllaborg loki í 5 vikur frá kl. 12 þann 1. júlí til kl. 12 þann 5. ágúst.
    Nefndin samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar fræðslunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 150 Fjárhagsáætlun fræðslumála 2020 lögð fram til seinni umræðu. Nefndin samþykkir áætlunina eins og hún er lögð fram fyrir sitt leyti. Nefndin vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna við gerð fjárhagsáætlunar 2020.


    Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar fræðslunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.

31.Landbúnaðarnefnd - 208

Málsnúmer 1911028FVakta málsnúmer

Fundargerð 208. fundar landbúnaðarnefndar frá 29. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 208 Lilja Ólafsdóttir yfirmarkavörður Skagafjarðar og Þorkell Gíslason fulltrúi Akrahrepps mættu á fund landbúnaðarnefndar til viðræðu um útgáfu nýrrar og uppfærðrar markaskrár fyrir Skagafjörð á árinu 2020. Fjallskilastjórum er falin söfnun skráninga í skrána og á henni að ljúka fyrir 20. desember 2019.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að greiðsla fyrir skráningu hvers eyrnamarks verði 3.000 kr. Ekki er greitt fyrir frostmerki ef viðkomandi á eyrnamark í skránni, annars er greitt fullt gjald fyrir frostmerki. Innheimta verður á vegum sveitarfélaganna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 208. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 208 Lagt fram bréf dagsett 6. nóvember 2019 frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrk til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" vegna ársins 2019.
    Landbúnaðarnefnd þakkar erindið en getur ekki orðið við því að styrkja verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 208. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 208 Rætt um beitarlönd í og við Hofsós og svo einnig hólfabeit í bæjarlandi Hofsóss.
    Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að aðilar sem eru með beitarlönd og hólfabeit á svæðinu gæti þess að girðingar séu í lagi, umhirða góð og beitarálag sé hóflegt. Nefndin samþykkir að starfsmaður nefndarinnar fylgist með hólfabeitinni og hafi heimild til að vísa viðkomandi af svæðinu ef landnotkun er ekki ásættanleg.
    Bókun fundar Afgreiðsla 208. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 11. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 208 Framlögum úthlutað til fjallskilasjóða vegna ársins 2020, samtals 5 milljónum króna.
    Starfsmanni landbúnaðarnefndar falið að tilkynna fjallskilanefndum um úthlutun til viðkomandi fjallskilasjóðs. Landbúnaðarnefnd áréttar að framlag til fjallskilasjóðs vegna ársins 2020, verði ekki greitt fyrr en að búið sé að skila ársreikningi fyrir árið 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 208. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 208 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 208. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.

32.Skipulags- og byggingarnefnd - 363

Málsnúmer 1911023FVakta málsnúmer

Fundargerð 363. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 11. desember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 363 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 09, skipulags- og byggingarmál, vegna ársins 2020. Sundurliðast tekjur 12.600.000.- kr. og gjöld 94.800.000.-. Rekstrarniðurstöðu 82.200.000 - kr. Samþykkt samhljóða.


    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 363 Lögð er fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, útgáfa 1.1 dagsett 2. desember 2019 unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt samkvæmt 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 36 "Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 363 Þinglýstir eigendur jarðarinnar Syðra-Vallholts 1, óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 61,10 ha. spildu úr landi jarðarinnar og nefna landið Hólmagrund.
    Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er nr. S01 í verki 724405, dagsettur 21. júní 2019. Fram kemur í erindi að engin hlunnindi fylgi landskiptunum.
    Lögbýlaréttur fylgir áfram Syðra-Vallholt 1, landnúmer 146067. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 363 Lagt er fyrir samkomulag, dagsett 7. október 2019, um skil á lóðinni Melatún 6 á Sauðárkróki til sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag. Bókun fundar Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki í atkvæðagreiðslu.
    Afgreiðsla 363. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 363 Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, sækir, fyrir hönd Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, um heimild skipulags- og byggingaryfirvalda til þess að koma upp búnaði vegna framleiðslu etanóls á lóð Mjólkursamlagsins að Skagfirðingabraut 51 á Sauðárkróki.
    Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir nr. A-101. A102 og A103 í verki nr. 5318-04, gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 5. nóvember 2019, greinargerð frá Eflu verkfræðistofu dagsett 24.10.2019 um bruna- og öryggismál vegna etanólframleiðslu og greinargerð, dagsett 31. maí 2019, vegna búnaðar etanólverksmiðju frá Hjörvari Halldórssyni verkefnisstjóra hjá KS.
    Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að unnin verði brunatæknileg hönnun vegna heildarbyggingamagns á lóðinni Skagfirðingabraut 51. Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að deiliskipulag „Mjólkurstöðvarreitsins“ verði endurskoðað. Á reitnum eru lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1.

    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 363 Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, þinglýstur eigandi lóðarinnar Hvammur landnúmer 229358, sem verið er að stofna úr landi jarðarinnar Lambeyri, landnúmer 201897, óskar eftir heimild til að stofna 240 m² byggingarreit á lóðinni Hvammur, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 720464 útg. 01. nóv. 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 363 Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099, Ómar Feykir Sveinsson kt. 161181-5529 og Erla Björk Helgadóttir kt. 101181-5109 , eigendur Víðimels landnr. 146083 óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettu lóðarblaði, gerðu á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-08 í verki 7118, dags. 6. nóvember 2019. Lóðarblaðið byggir á samþykktu deiliskipulagi. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Víðimel landnr. 146083. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 363 Sigurjón R. Rafnsson,kt. 281265-5399, sækir um lóðina við Melatún 6 á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 363 Jón Ingi Sigurðsson óska f.h. FISK Seafood ehf., heimildar til þess að útbúa bílastæði innan lóðar fyrirtækisins við Eyrarveg á Sauðárkróki. Samhliða framkvæmdum við bílastæði þarf að færa hluta girðingar sem nú er á lóðarmörkum.
    Framlagður uppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir erindinu. Uppdráttur númer S-101 í verki nr. 494101, dags. 11. nóv. 2019. Erindið samþykkt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 363 97. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

    Bókun fundar 97. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019.
  • 32.11 1911238 Stefna
    Skipulags- og byggingarnefnd - 363 Lögð fram stefna frá B. Pálssyni ehf. dagsett 26. nóvember 2019 vegna breytinga sem gerðar voru á aðalskipulagi sveitarfélagsins sl. vor og samþykktar af Skipulagsstofnun í júní sl. Í stefnunni er þess m.a. krafist að felldur verði úr gildi sá hluti breytingar sveitarfélagsins á aðalskipulagi sem tekur til Blöndulínu 3 og samþykkt var í sveitarstjórn 24. apríl 2019. Þá er krafist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meints tjóns stefnanda vegna framangreindrar breytingar á aðalskipulaginu. Stefnan verður lögð fram í Héraðsdómi Norðurlands vestra þann 10. desember 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 363 Gerð hefur verið sú breyting á stjórnsýslu sveitarfélagsins að embætti skipulags- og byggingarfulltrúa verður skipt í tvö embætti, embætti skipulagsfulltrúa annars vegar og byggingarfulltrúa hins vegar. Einar Andri Gíslason hefur verið ráðinn í starf byggingarfulltrúa og tekur við embættinu frá og með 1. desember nk. Jón Örn Berndsen sem undanfarin ár hefur gengt starfi skipulags- og byggingarfulltrúa mun tímabundið gegna starfi skipulagsfulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 363. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.

33.Byggðarráð Skagafjarðar - 888

Málsnúmer 1911010FVakta málsnúmer

Fundargerð 888. fundar byggðarráðs frá 13. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Málið áður á dagskrá 876. fundar byggðarráðs þann 21. ágúst 2019. Lögð fram svohljóðandi bókun 64. fundar veitunefndar frá 5. nóvember 2019: "Lögð var fram til kynningar hönnun og kostnaðaráætlun vegna lagningar hitaveitu um norðanvert Hegranes unnin af Braga Þór Haraldssyni á Verkfræðistofunni Stoð ehf. Veitunefnd leggur til og vísar til byggðarráðs að lagning hitaveitu um norðanvert Hegranes verði á fjárhagsáætlun næsta árs."
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna hluta framkvæmdarinnar og vísar því sem útaf stendur til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 888. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Lagt fram bréf dagsett 4. nóvember 2019 frá Svanhildi Dagbjörtu Einarsdóttur, kt. 101248-4109 þar sem hún segir upp f.h. lóðarhafa, lóðarleigusamningi vegna Lóðar 01 á Nöfum frá 31. desember 2019 að telja. Landnúmer 218100.
    Byggðarráð samþykkir að lóðin verði auglýst til leigu frá 1. janúar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 888. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. september 2019 þar sem lóðarleigusamningi Auðbjargar Pálsdóttur, kt. 170150-4309, vegna Lóðar 24 á Nöfum er sagt upp. Landnúmer 143965.
    Byggðarráð samþykkir að lóðin verði auglýst til leigu frá 1. janúar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 888. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • 33.4 1911080 Fyrirspurn
    Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Lögð fram fyrirspurn Ólafs Bjarna Haraldssonar, dagsett 9. nóvember 2019.
    Er búið að koma hita á útileikvelli við Varmahlíðarskóla, þ.e. körfu- og fótboltavelli? Ef svo er ekki, af hvaða ástæðum og hvenær er fyrirhugað að hiti verði kominn á þá? Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

    Greinargerð með fyrirspurn;
    Á ferðum mínum um sveitarfélagið nýlega tók ég efrir að nýr körfuboltavöllur við Varmahlíðarskóla var klakalagður og ljóst að ekki var hiti á vellinum. Það getur verið hættulegt þeim sem nota völlinn, sem og kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið ef frostskemmdir á lögnum vallarins verða. Einnig sýndist mér gervigrasvöllurinn óupphitaður og óska ég eftir skýringum á því.
    Ólafur Bjarni Haraldsson Byggðalista

    Eftirfarandi svar lagt fram:
    "Undanfarna daga hefur verið unnið að uppsetningu tengigrindar fyrir snjóbræðslu í körfuboltavöll í Varmahlíð en ekki tókst að klára verkið fyrir upphaf skólaárs vegna anna hjá verktaka. Stefnt er á að kominn verði hiti á völlinn á næstu dögum. Frostlögur var kominn á slaufur undir velli fyrir haustið svo ekki er hætta á að þær hafi orðið fyrir skemmdum.
    Hitalagnir undir sparkvelli í Varmahlíð eru í virkni og hafa verið það í allt haust."
    Bókun fundar Afgreiðsla 888. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Málið áður á dagskrá 886. fundar byggðarráðs, þann 31. október 2019. Lagt fram bréf dagsett 11. október 2019 frá skíðadeild Tindastóls þar sem deildin óskar eftir því að fá leyfi til að nefna skíðasvæðið í Tindastóli, AVIS skíðasvæðið í Tindastóli. Skíðadeild Tindastóls er rekstraraðili skíðasvæðisins samkvæmt samningi við Sveitarfélagið Skagafjörð.
    Málið rætt og samþykkt að fresta afgreiðslu málsins þar til tillaga að stefnu um nafngiftir íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu hefur verið lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 888. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Lögð fram bókun 271. fundar félags- og tómstundanefndar frá 5. nóvember 2019.
    Bjarni Jónsson (Vg) og Ólafur Bjarni Haraldsson (ByggðaLista) leggja fram breytingartillögu við samþykkt félags- og tómstundanefndar um að núverandi aldurstakmark úthlutunar Hvatapeninga yrði endurskoðað og fært úr 5-18 í 0-18 ára, því mikilvægt sé að jöfnuður gildi í úthlutun Hvatapeninga.
    Breytingartillagan borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjörgu Huld Þórðardóttur (B).
    Tillaga félags- og tómstundanefndar borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum Gísla og Ingibjargar gegn atkvæði Bjarna. Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bjarni Jónsson og Ólafur Bjarni Haraldsson óska bókað:
    Undirritaðir telja að með tillögu meirihluta sé jöfnuður ekki tryggður nægjanlega með því að lækka aldur einungis um eitt ár. Við undirstrikum því áður fram lagða tillögu okkar og leggjum áherslu á mikilvægi þess að Sveitarfélagið Skagafjörður er heilsueflandi samfélag og ætti því að stuðla að samveru fjölskyldunnar í íþrótta- og tómstundastarfi, óháð aldri og fjárhag.
    Þann 9. júlí sl. lögðu VG og óháð ásamt Byggðalista fram tillögu í félags- og tómstundanefnd um að núverandi aldurstakmark úthlutunar Hvatapeninga yrði endurskoðað og fært úr 6-18 í 0-18 ára, því mikilvægt sé að jöfnuður gildi í úthlutun Hvatapeninga.
    Gísli Sigurðsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir óska bókað:
    Vísað til bókunar meirihluta félags- og tómstundanefndar og ítrekað að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið reglur um Hvatapeninga og upphæðir til gagngerrar endurskoðunar. Fjármunir til verkefnisins hafa verið auknir verulega og jafnframt hefur ítarlegt samtal við UMSS farið fram. Styrkir til íþróttafélaganna hafa einnig verið auknir. Mikilvægt er að halda til haga að góð sátt ríkir um að æfinga- og þátttökugjöldum sé stillt í hóf. Þegar horft er til annarra sveitarfélaga er augljóst að Sveitarfélagið Skagafjörður skipar sér sess meðal þeirra sem best gera við fjölskyldufólk. Á það m.a. við um gjöld fyrir leikskóla, tónlistarskóla, foreldragreiðslur o.fl. Hvað varðar aldursmörk úthlutunar Hvatapeninga sérstaklega, þá voru reglur hjá 31 sveitarfélagi í landinu skoðaðar. Af þeim voru 5 sveitarfélög með aldursmörk frá 0 ára, 3 sveitarfélög voru með aldursmörk frá 4 ára, 6 sveitarfélög með aldursmörk frá 5 ára og 17 sveitarfélög með aldursmörk frá 6 ára aldri. Af þessu má ljóst vera að Sveitarfélagið Skagafjörður gerir vel hvað aldursmörk varðar í samanburði við önnur sveitarfélög. Það er alltaf álitamál hvernig á að forgangsraða þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru á hverjum tíma. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur mikinn vilja til að forgangsraða í þágu fjölskyldunnar og telur sig gera það vel. Hvað varðar jöfnuð gagnvart aðstöðu barna til íþrótta- og tómstundaæfinga er áhersla nú lögð á að jafna aðstöðumun barna í dreifbýli og þéttbýli og hafa fjármunir verið auknir til ýmissa verkefna er því tengist. M.a. er nýbúið að koma á þjónustu við börn austan Vatna með því að flétta íþrótta- og tómstundastarf inn í samfelldan skóladag og jafnframt hefur fyrirkomulag frístundastrætó verið breytt og ferðum fjölgað. Með þessu er leitast við að koma sem best til móts við íbúa í dreifbýli sem þéttbýli Skagafjarðar og jafna aðstöðumun þar á milli, samhliða því sem aldursviðmið eru lækkuð.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Hvatapeningar til barna yngri en 6 ára". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Reglum um Hvatapeninga 2020 vísað til byggðarráðs frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
    Reglurnar bornar undir atkvæði og samþykktar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huld Þórðardóttur (B). Samþykkt að vísa reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bjarni Jónsson (Vg) og Ólafur Bjarni Haraldsson (ByggðaLista) óska bókað:
    Í ljósi þess að núverandi aldurstakmark úthlutunar er ekki endurskoðað og fært í 0-18 ár teljum við að jöfnuður sé ekki tryggður og styðjum því ekki reglur um Hvatapeninga í þessari mynd.
    Gísli Sigurðsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir óska bókað:
    Meirihluti sveitarstjórnar leggur áherslu á það forgangsmál að leitast við að jafna aðstöðumun á milli barna í dreifbýli og þéttbýli til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Samhliða er verið að stíga skref til lækkunar aldursmarks vegna úthlutunar hvatapeninga. Með þessum hætti skipar Sveitarfélagið Skagafjörður sér í hóp þeirra sveitarfélaga í landinu sem best gera við fjölskyldufólk.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Reglur um Hvatapeninga 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Málinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019 til byggðarráðs. Svo var bókað: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við byggðaráð eftirfarandi breytingar á reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning. 1. gr. önnur málsgrein. Felldur verði brott textinn „þeim sem leigja á almennum markaði“. Málsgreinin hljóði svo: „Sérstakur húsnæðisstuðingur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem leigja í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna“. 3. gr. 1 liður. Í stað þess að umsækjandi skuli búa í íbúðarhúsnæði á almennum markaði komi textinn „Umsækjandi skal búa í íbúðarhúsnæði í Sveitarfélaginu Skagafirði. Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020. Vísað til byggðaráðs."
    Byggðarráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitastjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Málinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
    Bjarni Jónsson leggur fram svohljóðandi breytingartillögu við samþykkt félags- og tómstundanefndar um hækkun svo greiðslur stuðningsfjölskyldna í sveitarfélaginu séu sambærilegar við greiðslur hjá Reykjavíkurborg.
    Greiðslur á sólarhring:
    * umönnunarflokkur 1: 38.915
    * umönnunarflokkur 2: 30.115
    * umönnunarflokkur 3: 23.190
    Samanburður á milli Reykjavíkur og Sveitarfélagsins Skagafjarðar
    Reglur Reykjavíkurborgar 2019
    Stuðningsfjölskylda skv. barnaverndarlögum árið 2019:
    Greiðslur á sólarhring
    21.765
    Álagsgjald 28.260
    Sérstakt álagsgjald 40.170

    Stuðningsfjölskylda skv. lögum um fatlað fólk (á sólarhring eftir umönnunarflokki)
    Upphæð 2019
    Umönnunarflokkur 1
    38.915
    Umönnunarflokkur 2
    30.115
    Umönnunarflokkur 3
    23.190

    Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019
    1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
    Greiddar eru kr. 21.500 fyrir hvern sólarhring.
    2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
    Greiddar eru kr. 19.000 fyrir hvern sólarhring.
    3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
    Greiddar eru kr. 17.000 fyrir hvern sólarhring.

    Breytingartillagan borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B) gegn einu atkvæði Bjarna Jónssonar (VG og óháðir).

    Tillaga félags- og tómstundanefndar borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum Gísla og Ingibjargar gegn atkvæði Bjarna. Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Greiðslu fyrir stuðningsfjölsk.2020" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Málinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
    Byggðaráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huld Þórðardóttur (B). Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bjarni Jónsson (VG og óháðir) ítrekar svohljóðandi bókun fulltrúa VG og óháðra í félags- og tómstundanefnd:
    Í ljósi þess að greiðslur hafa verið óbreyttar frá árinu 2013, er hækkun upp á 2,9% fyrir þarfa styrki af þessu tagi fyrir fatlaða einstaklinga skammarlega lág.
    Gísli Sigurðsson (D) og Ingibjörg Huld Þórðardóttir (B) ítreka bókun fulltrúa Sjálfstæðis -og Framsóknarflokks í félags- og tómstundanefnd:
    Í ljósi þess að flestar styrkbeiðnir eru vegna tölvukaupa og verð á tölvum hafa frekar lækkað síðustu ár er ekki talin ástæða til frekari hækkana.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Viðmiðurnarupph. v 21. gr.laga um málefni fatl.fólks styrkir til náms,verkf. og tækjakaupa". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Málinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
    Byggðaráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar.
    Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Gunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Gjaldskránni vísað frá 162. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 8. nóvember 2019.
    Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
    Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 19 "Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Gjaldskránni vísað frá 162. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 8. nóvember 2019.
    Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
    Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 "Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Gjaldskránni vísað frá 162. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 8. nóvember 2019.
    Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
    Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 "Gjaldskrá Skagfjarðarhafna 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Gjaldskránni vísað frá 162. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 8. nóvember 2019.
    Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
    Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 22 "Gjaldskrá brunavarna 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Gjaldskránni vísað frá 162. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 8. nóvember 2019.
    Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
    Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 23 "Gjaldskrá brunavarna - slökkvitækjaþjónusta 2020". Samþykkt samhljóða.
  • 33.17 1910246 Gjaldskrá grunnskóla
    Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Gjaldskránni vísað frá 149. fundi fræðslunefndar þann 7. nóvember 2019.
    Gjaldskráin samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B) gegn einu atkvæði Bjarna Jónssonar (VG og óháð).
    Bjarni Jónsson (VG og óháð) óskar bókað:
    VG og óháð vilja efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og telja mikilvægan lið í því að stefna að gjaldfríum grunnskóla fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Í því felst að skólamáltíðir verði verði börnum að kostnaðarlausu. Ennfremur leggjum mikla áherslu á að eldaður sé frá frá grunni í skólunum sjálfum, góður og hollur matur, sem mest úr heimabyggð. Við minnum á þá stefnumörkun Skagafjarðar að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 24 "Gjaldskrá grunnskóla". Samþykkt samhljóða.
  • 33.18 1910247 Gjaldskrá leikskóla
    Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Gjaldskránni vísað frá 149. fundi fræðslunefndar þann 7. nóvember 2019.
    Gjaldskráin samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B) gegn einu atkvæði Bjarna Jónssonar (VG og óháð).
    Bjarni Jónsson (VG og óháð) óskar bókað:
    VG og óháð leggjast á móti enn frekari hækkun leikskólagjalda í Skagafirði, sem voru orðin þau lægstu á landinu áður en meirihluti sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks tók við. VG og óháð vilja efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og telja mikilvægan lið í því að stefna að gjaldfríum leikskóla fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 25 "Gjaldskrá leikskóla". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Gjaldskránni vísað frá 149. fundi fræðslunefndar þann 7. nóvember 2019.
    Gjaldskráin samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B). Bjarni Jónsson (VG og óháð) situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Bjarni Jónsson (VG og óháð) óskar bókað:
    Mikilvægt er að öll börn eigi þess kost að stunda tónlistarskólanám.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 26 "Gjaldskrá tónlistarskóla". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. nóvember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. nóvember nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 888. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 888 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. nóvember 2019 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 278/2019, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda (amræmd móttaka flóttafólks og breyting á skipan í innflytjendaráð)". Umsagnarfrestur er til og með 18.11.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 888. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.

34.Hvatapeningar til barna yngri en 6 ára

Málsnúmer 1903218Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðarráðs 13. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um aldursmörk við úthlutun Hvatapeninga verði lækkuð um eitt ár og nái til 5 ára barna.
Þar með er aukin samfella og samstarf milli skólastiga eins og stefnt er að í fjölskyldustefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 var stigið stórt skref til að koma enn betur til móts við barnafjölskyldur í Sveitarfélaginu Skagafirði en þá voru Hvatapeningar hækkaðir úr 8.000 krónum í 25.000 krónur. Jafnframt var styrkur til íþróttafélaganna aukinn með það að markmiði að æfingagjöld hækkuðu ekki úr hófi fram. Þá hafa reglur um Hvatapeninga verið rýmkaðar á undanförnum árum og skilyrði um tiltekinn fjölda íþrótta- eða tómstundagreina afnumin. Með því að lækka aldursviðmiðið um eitt ár nú er komið enn betur til móts við barnafjölskyldur. Í samanburði við önnur sveitarfélög er mikilvægt að ítreka að góð sátt ríkir um að gjöldum fyrir íþróttaiðkun á vegum íþróttafélaga og tómstundanám á vegum sveitarfélagsins er stillt í hóf í anda fjölskyldustefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun.

Fulltrúar minnihluta sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og óska bókað: í ljósi þess að núverandi aldurstakmark úthlutunar er ekki endurskoðað og fært í 0-18 ár teljum við að jöfnuður sé ekki tryggður og styðjum því ekki reglur um Hvatapeninga í þessari mynd.

Jóhanna Ey Harðardóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir fulltrúar Byggðalistans
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar VG og óháðra

Gísli Sigurðsson tók til mál og ítrekar bókun meirihlutans.
Vísað til bókunar meirihluta félags- og tómstundanefndar og ítrekað að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið reglur um Hvatapeninga og upphæðir til gagngerrar endurskoðunar. Fjármunir til verkefnisins hafa verið auknir verulega og jafnframt hefur ítarlegt samtal við UMSS farið fram. Styrkir til íþróttafélaganna hafa einnig verið auknir. Mikilvægt er að halda til haga að góð sátt ríkir um að æfinga- og þátttökugjöldum sé stillt í hóf. Þegar horft er til annarra sveitarfélaga er augljóst að Sveitarfélagið Skagafjörður skipar sér sess meðal þeirra sem best gera við fjölskyldufólk. Á það m.a. við um gjöld fyrir leikskóla, tónlistarskóla, foreldragreiðslur o.fl. Hvað varðar aldursmörk úthlutunar Hvatapeninga sérstaklega, þá voru reglur hjá 31 sveitarfélagi í landinu skoðaðar. Af þeim voru 5 sveitarfélög með aldursmörk frá 0 ára, 3 sveitarfélög voru með aldursmörk frá 4 ára, 6 sveitarfélög með aldursmörk frá 5 ára og 17 sveitarfélög með aldursmörk frá 6 ára aldri. Af þessu má ljóst vera að Sveitarfélagið Skagafjörður gerir vel hvað aldursmörk varðar í samanburði við önnur sveitarfélög. Það er alltaf álitamál hvernig á að forgangsraða þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru á hverjum tíma. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur mikinn vilja til að forgangsraða í þágu fjölskyldunnar og telur sig gera það vel. Hvað varðar jöfnuð gagnvart aðstöðu barna til íþrótta- og tómstundaæfinga er áhersla nú lögð á að jafna aðstöðumun barna í dreifbýli og þéttbýli og hafa fjármunir verið auknir til ýmissa verkefna er því tengist. M.a. er nýbúið að koma á þjónustu við börn austan Vatna með því að fléttaíþrótta- og tómstundastarf inn í samfelldan skóladag og jafnframt hefur fyrirkomulag frístundastrætó verið breytt og ferðum fjölgað. Með þessu er leitast við að koma sem best til móts við íbúa í dreifbýli sem þéttbýli Skagafjarðar og jafna aðstöðumun þar á milli, samhliða því sem aldursviðmið eru lækkuð.
Gísli Sigurðsson
Stefán Vagn Stefánsson
Regína Valdimarsdóttir
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Laufey Kristín Skúladóttir

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 5 atkvæðum.

35.Reglur um Hvatapeninga 2020

Málsnúmer 1910251Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðarráðs frá 13. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram tillaga að endurskoðuðum reglum um Hvatapeninga.

Fulltrúar minnihluta sitja hjá og óska bókað.
Undirrituð telja að með tillögu meirihluta sé jöfnuður ekki tryggður nægjanlega með því að lækka aldur einungis um eitt ár. Við undirstrikum því áður fram lagða tillögu okkar og leggjum áherslu á mikilvægi þess að Sveitarfélagið Skagafjörður er heilsueflandi samfélag og ætti því að stuðla að samveru fjölskyldunnar í íþrótta- og tómstundastarfi, óháð aldri og fjárhag. Þann 9. júlí sl. lögðu VG og óháð ásamt Byggðalista fram tillögu í félags- og tómstundanefnd um að núverandi aldurstakmark úthlutunar Hvatapeninga yrði endurskoðað og fært úr 6-18 í 0-18 ára, því mikilvægt sé að jöfnuður gildi í úthlutun Hvatapeninga

Jóhanna Ey Harðardóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir fulltrúar Byggðalistans
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar VG og óháðra.


Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 5 atkvæðum.

36.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2020

Málsnúmer 1910276Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðarráðs frá 13.nóvmeber sl. til afgreiðslu sveitastjórnar.

Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn eftirfarandi breytingar á reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning.

1. gr. önnur málsgrein. Felldur verði brott textinn "þeim sem leigja á almennum markaði". Málsgreinin hljóði svo: "Sérstakur húsnæðisstuðingur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem leigja í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna".

3. gr. 1 liður. Í stað þess að umsækjandi skuli búa í íbúðarhúsnæði á almennum markaði komi textinn "Umsækjandi skal búa í íbúðarhúsnæði í Sveitarfélaginu Skagafirði". Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020."

Regína Valdimarsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem starfmaður Íbúðalánasjóðs.

Borið upp til afgreiðslu sveitastjórnar og samþykkt með 8 atkvæðum.

37.Greiðslu fyrir stuðningsfjölsk.2020

Málsnúmer 1910277Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðarráðs frá 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram tillaga um að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verið eftirfarandi frá 1. janúar 2020.
1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 22.000 fyrir hvern sólarhring.
2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 19.500 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 17.500 fyrir hvern sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og óskar bókað: Greiðslur til stuðningsfjölskyldna er brýnt að hækka, ekki síst í ljósi þess að ekki er tekið þátt í neinum útlögðum kostnaði vegna afþreyingu skjólstæðings. Hækkun greiðslna gerir stuðningsfjölskyldum kleift að koma enn betur til móts við þarfir skjólstæðinga. Lítill munur er á greiðslum milli flokka þó mikill munur sé á þjónustuþörf þar á milli.

Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson VG og óháðum

Gísli Sigurðsson tók til máls og óskar bókað:
Sveitarfélögum í landinu er í sjálfsvald sett að setja sína gjaldskrá til handa stuðningsfjölskyldum. Á árinu 2017 hækkuðu greiðslur Sveitarfélagsins Skagafjarðar til stuðningsfjölskyldna sbr. eftirfarandi: Greiðslur í 1. flokki um 15%, greiðslur í 2. flokki um 31% og í 3. flokki um 52%. Fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að greiðslur hækki um 2-3%. Þegar greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru ákvarðaðar er m.a. horft til þess hvað önnur sveitarfélög á landsbyggðinni gera og eru greiðslur okkar nú í góðu samræmi við m.a. það sem gert er t.d. á Akureyri. Það sem þó vegur einna þyngst við ákvörðun gjaldskrár er sú staðreynd að Sveitarfélagið Skagafjörður býður upp á að fjölskyldur fatlaðra barna geti einnig nýtt Skammtímadvöl á Sauðárkróki. Sú þjónusta, að fjölskyldur fatlaðra barna eigi hvoru tveggja kost á stuðningsfjölskyldu og skammtímadvöl er óvíða í boði. Heildarkostnaður við þjónustu vegna stuðnings við fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna hvað þetta varðar er því síst minni hjá Sveitarfélaginu Skagafirði en hjá Reykjavíkurborg, trúlega mun meiri.


Stefán Vagn Stefánsson
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Laufey Kristín Skúladóttir



Bjarni Jónsson og Álhhildur Leifsdóttir óakað bókað að þau sitji hjá við atkvæðagreiðslu.Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 7 atkvæðum.

38.Viðmiðurnarupph. v 21. gr.laga um málefni fatl.fólks styrkir til náms,verkf. og tækjakaupa.

Málsnúmer 1910278Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðarráðs frá 13. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram tillaga um að fjárhæð styrkja samkvæmt. 1.gr. í viðmiðunarreglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um greiðslur vegna styrkja til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hækki um 2,9% frá og með 1.janúar 2020, samanber eftirfarandi:
a.
Náms- og skólagjöld
Greitt er að hámarki kr. 155.000 á ári en aldrei meira en 75% af útlögðum kostnaði.
b.
Tómstundanámskeið skulu að hámarki styrkt um kr. 52.000 á ári en þó aldrei meira en 50% af útlögðum kostnaði.
c.
Tölvukaup
Greitt er að hámarki kr. 124.000 en þó aldrei hærra en 75% af útlögðum kostnaði.
d.
Verkfæra og tækjakaup
Hámark kr. 310.000 en aldrei meira en sem nemur 75% af útlögðum kostnaði.


Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og ítrekar bókun: : Í ljósi þess að greiðslur hafa verið óbreyttar frá árinu 2013, er hækkun upp á 2,9% fyrir þarfa styrki af þessu tagi fyrir fatlaða einstaklinga skammarlega lág.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson VG og óháðum

Gísli Sigurðsson tók til máls óg ítrekar bókun meirihlutans:Í ljósi þess að flestar styrkbeiðnir eru vegna tölvukaupa og verð á tölvum hafa frekar lækkað síðustu ár er ekki talin ástæða til frekari hækkana.
Gísli Sigurðsson
Stefán Vagn Stefánsson
Regína Valdimarsdóttir
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Laufey Kristín Skúladóttir

VG og óháð óska bókað að þau sitji hjá við atkvæðagreiðslu.Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 7 atkvæðum.

39.Gunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2020

Málsnúmer 1910271Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðrráðs 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagt er til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2020 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2020 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2019. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2020 er því 229.370 kr.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

40.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2020

Málsnúmer 1910268Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðrráðs 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2020.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

41.Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2020

Málsnúmer 1910265Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðrráðs 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá hunda- og kattahalds fyrir árið 2020.

Bjarni Jónsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Bjarni Jónsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir tóku til máls.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

42.Gjaldskrá Skagfjarðarhafna 2020

Málsnúmer 1910267Vakta málsnúmer

Vísað frá 888. fundi byggðrráðs 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2020.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:40.