Lagðar fram fyrirspurnir frá Álfhildi Leifsdóttur um húsaleigu vegna fasteignarinnar Borgarflöt 27 (RKS hús), dagsettar 17. nóvember 2019. Auk þess er einnig spurt um aðra húsnæðisaðstöðu sem sveitarfélagið og stofnanir þess hafa á leigu. Lögð fram svör við fyrirspurnunum og byggðarráð samþykkir að spurningar og svör verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Byggðarráð bókar að það sé orðið tímabært að finna þjónustumiðstöð eignasjóðs og Skagafjarðarveitum varanlegt framtíðarhúsnæði á einum stað, sem er hentugt og hagkvæmt fyrir starfsmenn og starfsemina.
Lögð fram svör við fyrirspurnunum og byggðarráð samþykkir að spurningar og svör verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð bókar að það sé orðið tímabært að finna þjónustumiðstöð eignasjóðs og Skagafjarðarveitum varanlegt framtíðarhúsnæði á einum stað, sem er hentugt og hagkvæmt fyrir starfsmenn og starfsemina.