Sjálfsmatsskýrslur leikskóla 2018 - 2019
Málsnúmer 1911151
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 151. fundur - 16.12.2019
Lagðar fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur leikskóla 2018-2019. Fræðslustjóri og kennsluráðgjafi fóru yfir skýrslurnar og kynntu helstu niðurstöður. Fræðslunefnd fagnar því að innra mat leikskóla er komið í þann farveg sem raun ber vitni. Á síðustu misserum hefur verið unnið að því að formfesta innra matið með þessum hætti líkt og gert er í grunnskólum. Ástæða er til að færa leikskólastjórum og fræðsluþjónustu þakkir fyrir fagleg vinnubrögð hvað þetta varðar.