Uppsögn á samningi um rekstur skíðasvæðisns í Tindastóli
Málsnúmer 1912014
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 900. fundur - 06.02.2020
Málið áður á dagskrá 894. fundar byggðarráðs þar sem lagt var fram bréf frá Skíðadeild UMF Tindastóls, dagsett 3. desember 2019, þar sem Sigurður Bjarni Rafnsson, formaður deildarinnar, óskaði eftir því að deildin losni undan gildandi samningi við sveitarfélagið frá 20. desember 2017. Skíðadeild Tindastóls treystir sér ekki lengur til að reka skíðasvæðið áfram á þeim forsendum sem kveður á í samningnum. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að eiga viðræður við forsvarsmenn skíðadeildarinnar um erindið.
Á fundinn mætti formaður Skíðadeildar UMF Tindastóls, Sigurður Bjarni Rafnsson og fór yfir stöðu mála skíðasvæðisins. Byggðarráð samþykkti að vísa viðhaldsfjárfestingu á svæðinu til gerðar viðauka.
Á fundinn mætti formaður Skíðadeildar UMF Tindastóls, Sigurður Bjarni Rafnsson og fór yfir stöðu mála skíðasvæðisins. Byggðarráð samþykkti að vísa viðhaldsfjárfestingu á svæðinu til gerðar viðauka.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að eiga viðræður við forsvarsmenn skíðadeildarinnar um erindið.