Umhverfis- og samgöngunefnd - 164
Málsnúmer 1912014F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 392. fundur - 15.01.2020
Fundargerð 164. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 19. desember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 164 Pálmi Jónsson, yfirhafnarvörður, fór yfir afleiðingar óveðursins þann 10. og 11. desember sl. Togarar FISK Seafood, Málmey og Drangey, voru báðir bundnir við bryggju þessa daga og slitnuðu togvírar og ofurtóg á Drangey í veðurhamnum ásamt því að einn bryggjupolli gaf sig og slitnaði upp úr bryggjukantinum. Hluti áhafnar skipanna ásamt björgunarsveit unnu að því að tryggja landfestar og var sólarhringsvakt á höfninni á meðan veðrið gekk yfir.
Há sjávarstaða, áhlaðandi og mikil ölduhæð varð til þess að mikill sjór gekk á land við Skarðseyrina og var Eyrin umflotin frá hringtorgi og suður fyrir FISK Seafood og flæddi meðal annars inn í húsnæði sláturhússins og FISK Seafood. Grjótgarður við Skarðseyri skemmdist töluvert og barst mikið af möl, grjóti og þara inn yfir Skarðseyrina.
Í Hofsóshöfn sökk bátur sökum ísingar og sjólags en ekki varð teljandi tjón á smærri bátum á Sauðárkróki.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar viðbragðsaðilum, starfsmönnum hafnarinnar og áhöfnum skipanna fyrir vel unnin störf í erfiðum aðstæðum og fyrir að koma í veg fyrir stórtjón á skipum, mannvirkjum og fólki.
Ljóst er á afleiðingum veðursins að úrbóta er þörf á hafnarsvæðinu, m.a. úrbætur á núverandi hafnarkanti og frekari landvinninga á Eyrinni. Höfninni vantar sárlega dráttarbát sem eykur öryggi í aðstæðum sem þessum og auðveldar alla vinnu við móttöku og brottför stærri skipa.
Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 164 Lögð var fram til kynningar verkefnis- og matslýsing kerfisáætlunar Landsnets 2020 - 2029. Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 164 Farið var yfir staðsetningar og nýtingu á gámum fyrir blandað sorp í dreifbýli árið 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fjarlægja gáma við Skarðsrétt, Áshildarholt og við Varmalæk vegna lélegrar nýtingar og nálægðar við önnur gámasvæði frá 1. janúar 2020. Íbúum á þessum svæðum er bent á gámasvæði á Sauðárkróki, Varmahlíð og Steinsstaði. Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 164 Lögð voru fyrir fundinn breytt drög að viljayfirlýsingu milli Kiwanisklúbbsins Freyju og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna uppbyggingar á fjölskyldugarði á Sauðárkróki.
Gerðar hafa verið óverulegar breytingar á yfirlýsingunni.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drögin og felur sviðstjóra að ganga frá undirskrift við Kiwnisklúbbinn Freyju. Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.