Fara í efni

Niðurstöður Pisa 2018

Málsnúmer 1912017

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 151. fundur - 16.12.2019

Niðurstöður Pisa rannsóknar fyrir árið 2018 lagðar fram til kynningar ásamt minnisblaði með samantekt niðurstaðna sem kennsluráðgjafi vann fyrir sveitarfélagið. Fræðslustjóri og kennsluráðgjafi fóru yfir helstu niðurstöður og ræddu umbætur og viðbrögð við skýrslunni. Pisa könnunin er einn af fáum mælikvörðum sem eru samanburðarhæfir á milli skólasvæða á Íslandi og annarra ríkja OECD. Það er einkar mikilvægt fyrir yfirvöld menntamála í landinu að vitað sé hvernig íslenskt menntakerfi stendur í slíkum samanburði. Fræðslunefnd felur skólastjórum að rýna vel niðurstöður og bregðast við þeim með viðeigandi hætti.