Fara í efni

Beiðni um endurskoðun samninga

Málsnúmer 1912063

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 894. fundur - 18.12.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. desember 2019 frá Kristjáni Bjarna Halldórssyni formanni Golfklúbbs Skagafjarðar, þar sem hann óskar eftir að koma á fund byggðarráðs til að ræða samninga milli klúbbsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða formanni Golfklúbbs Sauðárkróks á fund byggðarráðsins.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 274. fundur - 30.01.2020

Erindi frá stjórn GSS tekið fyrir. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 901. fundur - 12.02.2020

Málið áður á dagskrá 894. fundar byggðarráðs þar sem lagður var fram tölvupóstur, dagsettur 9. desember 2019, frá Kristjáni Bjarna Halldórssyni, formanni Golfklúbbs Skagafjarðar,þar sem byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að bjóða formanninum á fund byggðarráðs.

Mættir eru á fundinn Kristján Bjarni Halldórsson, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar og Kristján Jónasson gjaldkeri. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að yfirfara samningana.