Fara í efni

Lóðir Norðurbrún

Málsnúmer 1912066

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 12. fundur - 20.12.2019

Farið yfir gögn frá Stoð ehf verkfræðistofu frá árinu 2013 er varða mælingu lóða við Norðurbrún og tillögu að breyttum lóðarstærðum. Í breytingartillögunni er reynt að aðlaga lóðarstærðir að því hvernig íbúarnir hafa notað lóðirnar í gegn um árin. Breytingartillagan, sem unnin var með hliðsjón af deiliskipulagi svæðisins, aðalskipulagi sveitarfélagsins og lóðarleigusamningum var send lóðarhöfum í maí 2013 og óskað eftir ábendingum frá lóðarhöfum. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt að útbúa lóðarblöð og samninga og senda lóðarhöfum til skoðunar.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 13. fundur - 02.09.2020

Allir lóðaleigusamningar við eigendur fasteigna við Norðurbrún hafa verið undirritaðir og þinglýstir.