Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Dagskrá
1.Lóðir Norðurbrún
Málsnúmer 1912066Vakta málsnúmer
2.Laugarvegur 17
Málsnúmer 1912067Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að lóðarblaði og lóðarleigusamningi vegna lóðarinnar Laugavegur 17. Lóðarblaðið er dagsett 25.11.2019 unnið hjá Stoð. ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Drögin samþykkt og formanni falið að ljúka málinu.
3.Reykjarhóll - lóð
Málsnúmer 1912068Vakta málsnúmer
Lögð fram útprentun úr Fasteignaskrá þar sem fram kemur að Fasteignaskrá Þjóðskrár hefur stofnað lóðina Reykjarhóll I, landnúmer 228485 úr landi Reykjarhóls, landnúmer 146060. Íbúðarhús og véla/ verkfærageymnsla er flutt af landnúmeri 146060 á skráð á hina nýju lóð með landnúmer 228485. Er þetta einhliða gert án samráðs við landeigenda eða skipulagsyfirvöld. Samþykkt aða fela skipulagsfulltrúa að leita skýringa á málinu, Nefndi samþykkir að gera drög að deiliskipulagi fyrir sumarhús vestan Reykjarhólsvegar og að gera lóð um íbúðarhúsið og véla/ verkfærageymnsluna á Reykjarhóli.
Fundi slitið - kl. 11:41.
Samþykkt að útbúa lóðarblöð og samninga og senda lóðarhöfum til skoðunar.