Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

12. fundur 20. desember 2019 kl. 11:00 - 11:41 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Ari Jóhann Sigurðsson aðalm.
  • Stefán Gísli Haraldsson aðalm.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Lóðir Norðurbrún

Málsnúmer 1912066Vakta málsnúmer

Farið yfir gögn frá Stoð ehf verkfræðistofu frá árinu 2013 er varða mælingu lóða við Norðurbrún og tillögu að breyttum lóðarstærðum. Í breytingartillögunni er reynt að aðlaga lóðarstærðir að því hvernig íbúarnir hafa notað lóðirnar í gegn um árin. Breytingartillagan, sem unnin var með hliðsjón af deiliskipulagi svæðisins, aðalskipulagi sveitarfélagsins og lóðarleigusamningum var send lóðarhöfum í maí 2013 og óskað eftir ábendingum frá lóðarhöfum. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt að útbúa lóðarblöð og samninga og senda lóðarhöfum til skoðunar.

2.Laugarvegur 17

Málsnúmer 1912067Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lóðarblaði og lóðarleigusamningi vegna lóðarinnar Laugavegur 17. Lóðarblaðið er dagsett 25.11.2019 unnið hjá Stoð. ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Drögin samþykkt og formanni falið að ljúka málinu.

3.Reykjarhóll - lóð

Málsnúmer 1912068Vakta málsnúmer

Lögð fram útprentun úr Fasteignaskrá þar sem fram kemur að Fasteignaskrá Þjóðskrár hefur stofnað lóðina Reykjarhóll I, landnúmer 228485 úr landi Reykjarhóls, landnúmer 146060. Íbúðarhús og véla/ verkfærageymnsla er flutt af landnúmeri 146060 á skráð á hina nýju lóð með landnúmer 228485. Er þetta einhliða gert án samráðs við landeigenda eða skipulagsyfirvöld. Samþykkt aða fela skipulagsfulltrúa að leita skýringa á málinu, Nefndi samþykkir að gera drög að deiliskipulagi fyrir sumarhús vestan Reykjarhólsvegar og að gera lóð um íbúðarhúsið og véla/ verkfærageymnsluna á Reykjarhóli.

Fundi slitið - kl. 11:41.