Tillaga um vettvangsferð
Málsnúmer 2001058
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 165. fundur - 13.01.2020
Lögð var fram til kynningar bókun byggðarráðs varðandi tillögu um vettvangsferð í Hofsós til að skoða umfang mengunar í jarðvegi vegna bensínleka úr tönkum N1.
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar sl. að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar. Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að mál þetta leysist sem fyrst.
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar sl. að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar. Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að mál þetta leysist sem fyrst.
"Byggðarráð samþykkir að fara í vettvangsferð í Hofsós til þess að skoða umfang mengunar í jarðvegi vegna bensínleka úr tönkum N1. Byggðarráð vill jafnframt óska eftir að fá að hitta íbúa sem þurft hafa að yfirgefa heimili sitt, og ræða við þau um stöðu mála."
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar. Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf.