Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sorphirða í dreifbýli
Málsnúmer 1808218Vakta málsnúmer
2.Fundagerðir Hafnasamband Ísl. 2019
Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hafnasambands Íslands.
3.Rækjuvinnslan Dögun - tímabundinn lóðarleigusamningur vegna frystigáma
Málsnúmer 2001089Vakta málsnúmer
Lögð voru fram drög að tímabundnum lóðarleigusamning fyrir Rækjuvinnsluna Dögun um lóð undir frystigáma austan við núverandi vinnsluhús Dögunar. Samningurinn gerir ráð fyrir að lóðinni sé úthlutað tímabundið undir frystigáma en gert er ráð fyrir að Dögun verði úthlutað lóðinni sem byggingarlóð að loknu deiliskipulagsferli hafnarsvæðisins sem nú er í vinnslu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
4.Fyrirhuguð niðurfelling Reykjarhólsvega7853-02 og 7858-1, Lágmúlavegar og Ysta-Mós vegar
Málsnúmer 2001050Vakta málsnúmer
Lagt var fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er að fallið sé frá fyrirhugaðri niðurfellingu Reykjarhólsvegar 7853-02.
5.Ábendingar vegna umferðaröryggi barna
Málsnúmer 1912184Vakta málsnúmer
Lagt var fram erindi frá Lindu Jónsdóttur á Sauðárkróki varðandi umferðaröryggi barna á Sauðárkróki, m.a. vegna hraðaksturs á Hólavegi.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að koma með tillögur að úrbótum.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að koma með tillögur að úrbótum.
6.Hundasvæði á Sauðárkróki
Málsnúmer 1708091Vakta málsnúmer
Lögð var fram til kynningar tilynning um lok framkvæmda við hundasvæði á Sauðárkróki.
7.Tillaga um vettvangsferð
Málsnúmer 2001058Vakta málsnúmer
Lögð var fram til kynningar bókun byggðarráðs varðandi tillögu um vettvangsferð í Hofsós til að skoða umfang mengunar í jarðvegi vegna bensínleka úr tönkum N1.
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar sl. að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar. Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að mál þetta leysist sem fyrst.
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar sl. að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar. Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að mál þetta leysist sem fyrst.
8.Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2020
Málsnúmer 1910266Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd áréttar að sorpeyðingargjald fyrir bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi skv. 1 gr. gjaldskrár fyrir sorpurðun og sorphirðu á við um allar bújarðir og býli þar sem skráðir eru fleiri en 10 gripir (sauðfé og geitfé, nautgripir, hross, grísir). Leggst gjaldið á hverja skráða jörð sem uppfyllir þessi skilyrði.
Fundi slitið - kl. 11:40.
Ómar Kjartansson frá Flokku og Ó.K. Gámaþjónustu sat fundinn undir þessum lið.