Tillaga - ósk um fund
Málsnúmer 2001059
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 896. fundur - 15.01.2020
Málið áður á dagskrá 895. fundar byggðarráðs 9. janúar 2020. Undir þessum dagskrárlið komu Ari Jóhann Sigurðsson formaður heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra og Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra, til viðræðu.
Byggðarráð stefnir á að eiga fund með forstjóra N1 ehf. í næstu viku.
Byggðarráð stefnir á að eiga fund með forstjóra N1 ehf. í næstu viku.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 899. fundur - 29.01.2020
Á fund byggðarráðs komu Ari Jóhann Sigurðsson formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra og Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra til viðræðu um stöðu mála varðandi bensínleka á Hofsósi. Forstjóri N1 ehf. mun koma til viðræðu á næsta fund ráðsins.
"Byggðarráð óskar eftir að fá fund með forsvarsmönnum N1 til að ræða stöðu mála vegna leka á tanki í Hofsós. Jafnframt óskar byggðarráð eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa svæðisins til að ræða sama mál."
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar. Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf.