Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

896. fundur 15. janúar 2020 kl. 13:00 - 14:47 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Lóð 24 á Nöfum - umsóknir um leigu

Málsnúmer 1912016Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið auglýsti lóð 24 á Nöfum, landnúmer 143965, til leigu í desember 2019. Alls bárust níu umsóknir um lóðina.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Sigurði Steingrímssyni lóð 24 á Nöfum frá og með 1. janúar 2020.

2.Lóð 01 á Nöfum - umsóknir um leigu

Málsnúmer 1912015Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið auglýsti lóð 01 á Nöfum, landnúmer 218100, til leigu í desember s.l. Alls bárust tíu umsóknir um lóðina.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Herði Sigurjónssyni lóð 01 á Nöfum frá og með 1. janúar 2020.

3.Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2019-2023

Málsnúmer 2001119Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki númer 9 við fjárhagsáætlun 2019. Lagt er til að framlag til málaflokks 07-Bruna- og almannavarnir verði hækkað um 3,5 milljónir króna. Hækkun framlagsins verður mætt með lækkun á launapotti á málaflokki 27-Óvenjulegir liðir um sömu fjárhæð.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Heilsuræktarstyrkur 2020 reglur

Málsnúmer 2001068Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur sveitarfélagsins um heilsuræktarstyrki til starfsmanna árið 2020.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur.

5.Tillaga - ósk um fund

Málsnúmer 2001059Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 895. fundar byggðarráðs 9. janúar 2020. Undir þessum dagskrárlið komu Ari Jóhann Sigurðsson formaður heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra og Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra, til viðræðu.
Byggðarráð stefnir á að eiga fund með forstjóra N1 ehf. í næstu viku.

6.Samráð; Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð

Málsnúmer 1911160Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 317/2019, "Drög að frumvarpi um Hálendisþjóðgarð". Umsagnarfrestur er framlengdur til og með 20.01.2020. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar 2020, að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samráði við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra sem eiga hagsmuni að gæta.

7.Samráð; Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna laga nr. 902018

Málsnúmer 2001069Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. janúar 2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 2/2020, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.". Umsagnarfrestur er til og með 20.01.2020.

8.Auglýsingar og nafngiftir íþróttamannvirkja

Málsnúmer 1912012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að reglum vegna auglýsinga á/í íþróttamannvirkjum og íþrótasvæðum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 14:47.