Fara í efni

Rækjuvinnslan Dögun - tímabundinn lóðarleigusamningur vegna frystigáma

Málsnúmer 2001089

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 165. fundur - 13.01.2020

Lögð voru fram drög að tímabundnum lóðarleigusamning fyrir Rækjuvinnsluna Dögun um lóð undir frystigáma austan við núverandi vinnsluhús Dögunar. Samningurinn gerir ráð fyrir að lóðinni sé úthlutað tímabundið undir frystigáma en gert er ráð fyrir að Dögun verði úthlutað lóðinni sem byggingarlóð að loknu deiliskipulagsferli hafnarsvæðisins sem nú er í vinnslu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 178. fundur - 08.03.2021

Samkvæmt samþykktum umhverfis- og samgöngunefndar 13. janúar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 15. janúar 2020 er Dögun ehf. kt. 550284-0659. leigð tímabundið lóð/landspildu, nánar tiltekið austan lóðarinnar Hesteyri 1, L143444.

Sviðsstjóri fór yfir samninginn og var honum falið að sjá um endlegan frágang og undirritun samningsins.
Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.