Fara í efni

Verklag við niðurfellingu skólahalds vegna slæmrar veðurspár.

Málsnúmer 2001102

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 152. fundur - 30.01.2020

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Ákvörðun um hvort fella skuli niður skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna slæmrar veðurspár eða mikillar ófærðar er alla jafna í höndum fræðsluþjónustu og skólastjórnenda að höfðu samráði við skólabílstjóra og yfirmanns snjómoksturs hjá sveitarfélaginu. Samráð skal einnig haft við sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Þegar brýn ástæða þykir til getur Almannavarnarnefnd sveitarfélagsins og/eða Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra gefið fyrirmæli um að fella niður allt skólahald og loka skólum á einstaka stöðum í Skagafirði eða í öllum firðinum ef svo ber undir. Tilkynning/tilmæli þess efnis skal send til sveitarstjóra, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fræðslustjóra með sannalegum hætti, svo sem tölvupósti eða sms.