Á síðasta ári var ákveðið að bjóða skólaakstur á Sauðárkróki út til eins árs. Fyrirkomulag akstursins var breytt frá því sem hafði verið og tekur nú ekki einungis til aksturs til og frá Árskóla á skólatíma, heldur nær hann einnig til skólaferðalaga á vegum Árskóla og Ársala. Þá hefur akstursmánuðum verið fækkað með það að markmiði að hvetja börn til að ganga/hjóla í skólann haust- og vormánuðina í samræmi við markmið um Heilsueflandi samfélag. Ánægja ríkir með fyrirkomulagið. Samningur við verktaka rennur út í skólalok á þessu ári en vilji er til að halda núverandi fyrirkomulagi akstursins áfram.
Lagt er til að akstur á Sauðárkróki verði boðinn út að nýju til þriggja ára. Útboðið verði með sama sniði og nú er í gildi og útboðsgögn sem unnin voru á síðasta ári höfð til grundvallar nýrri útboðslýsingu. Fræðslunefnd samþykkir að bjóða út skólaakstur á Sauðárkróki til þriggja ára.
Lagt er til að akstur á Sauðárkróki verði boðinn út að nýju til þriggja ára. Útboðið verði með sama sniði og nú er í gildi og útboðsgögn sem unnin voru á síðasta ári höfð til grundvallar nýrri útboðslýsingu.
Fræðslunefnd samþykkir að bjóða út skólaakstur á Sauðárkróki til þriggja ára.