Fara í efni

Úttekt á Brunavörnum Skagafjarðar 2019

Málsnúmer 2001198

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 900. fundur - 06.02.2020

Lagt fram bréf, dagsett 16. janúar 2020, frá Mannvirkjastofnun þar sem fylgt er eftir úttekt sem gerð var á Brunavörnum Skagafjarðar þann 28. ágúst 2019. Markmið úttektarinnar var að fylgja því eftir hvernig slökkviliðið vinnur í samræmi við lög, reglugerðir og eigin brunavarnaáætlun. Niðurstöður úttektarinnar voru sendar slökkviliðsstjóra þann 22. október 2019 til umsagnar og gerði hann ekki athugasemd við úttekt Mannvirkjastofnunar.
Helstu niðurstöður úttektar Mannvirkjastofnunar fyrir árið 2019 eru þær að uppsetning loftpressu þarfnast úrbóta, krafa er um öryggisstraumrofa við áfyllingu og öryggiskeðjur á slöngur. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að úrbætur verði gerðar sem fyrst.