Fara í efni

Fyrirspurn

Málsnúmer 2001231

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 899. fundur - 29.01.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. janúar 2020, frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem hún óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

1. Hvenær er áætlað að Sveitarfélagið Skagafjörður hætti að greiða leigu fyrir Minjahúsið í ljósi þess að Byggðarsafn Skagfirðinga er að flytja í þar til gert geymsluhúsnæði?
Svar: Í fjárhagsáætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 3 mkr. í leigu fyrir afnot af
Minjahúsinu. Flutningar eru þó langt komnir í nýtt varðveislurými að Borgarflöt og
líklegt að unnt verði að segja upp leiguafnotum a.m.k. efri hæðar Minjahúss innan
skamms og neðri hæð síðar á árinu þegar flutningum er að fullu lokið.

2. Í Greinargerð umhverfisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð fyrir árið 2020
-2040 segir: "Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið leiðandi í úrgangsmálum og sorpflokkun á Íslandi og skal stefnt á að gera enn betur á því sviði, sér í lagi í dreifbýli."
Hver er stefna sveitarfélagsins hvað varðar sorphirðu í dreifbýli? Verður haldið áfram
með tilraunaverkefni með flokkun í Hegranesi sem ánægja hefur verið með og það
útvíkkað á fleiri svæði?
Svar: Á vegum um hverfis- og samgöngunefndar er unnið að stefnumótun varðandi
sorphirðu í dreifbýli. Ljóst er að leita þarf leiða til að minnka útgjöld og/eða afla aukinna tekna í málaflokknum sem rekinn hefur verið með miklum halla undanfarin ár og er bilið milli gjalda og tekna mun meira í dreifbýli en þéttbýli.
Nú í ár verður unnið að uppbyggingu gámasvæðis við Varmahlíð en fyrir áramót var
skrifað undir verksamning við lægstbjóðanda vegna verksins. Einnig er stefnt á að klára hönnun og hefja vinnu við samskonar svæði á Hofsósi á þessu ári. Ný gámasvæði verða afgirt og þannig útbúin að auka megi flokkunina enn frekar á þeim úrgangi sem þangað berst. Gert er ráð fyrir að svæðin verði mönnuð á opnunartímum en að einnig verði hægt að koma með óflokkað og flokkað sorp utan opnunartíma. Útfærsla og stefna stjórnvalda varðandi flokkun liggur ekki fyrir en umhverfisráðherra ætlar að leggja fram á vorþingi frumvarp til breytinga á lögum um úrgangsmál. Í þeim tillögum verður líklega lagt upp með skyldu á flokkun á heimilisúrgangi, samræmdar merkingar úrgangsflokka o.s.frv., en ekki liggur fyrir nánari útfærsla þess af hálfu ráðherra. Sveitarfélög landsins fylgjast átekta með því sem fram muni koma í frumvarpinu, hversu langt þær skyldur muni ganga og hvort eitthvert fjármagn fylgi með auknum skyldum eða hvort kostnaðurinn eigi alfarið að lenda á notendum þjónustunnar.