Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð
Málsnúmer 2001246
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 900. fundur - 06.02.2020
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 17. janúar 2020, þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendir til kynningar stefnu Sambandsins um samfélagslega ábyrgð. Í inngangi stefnunnar segir að Samband íslenskra sveitarfélaga sýni samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni, við ákvarðanatöku og ráðgjöf og sé til fyrirmyndar í málefnum sjálfbærrar þróunar og loftlags. Þetta skapi vettvang fyrir sveitarfélögin til að læra hvert af öðru og auki þekkingu þeirra og hæfni til að takast á við áskoranir á sviði loftlagsmála og sjálfbærrar þróunar.