Fara í efni

Jörðin Borgarey - athugasemdir við sölu

Málsnúmer 2002049

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 901. fundur - 12.02.2020

Lagt fram til kynningar bréf, dagsett 5. febrúar 2020, frá Efemíu Fanneyju Valgeirsdóttur og Agli Örlygssyni þar sem gerðar eru athugasemdir við sölu jarðarinnar Borgarey í gamla Lýtingsstaðahreppi m.a. það að byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar síðastliðinn að taka kauptilboði í jörðina. Við það falli landið úr landbúnaðrnotkun og verði ekki nýtt til búvöruframleiðslu. Athugasemdir eru gerðar við lögfræðiálit sem sveitarfélagið lét vinna árið 2013 til að athuga hvort hömlur væru á sölu jarðarinnar og einnig bent á tilmæli Skipulagsstofnunar til sveitarfélagsins að flokka þyrfti landbúnaðarland til grundvallar skipulagsákvörðunum um nýtingu í samræmi við Landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Meðfylgjandi bréfinu er kaupsamningur og afsal, þinglýst dags 24. febrúar 1975, þar hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps kaupir jörðina Borgarey með þeirri kvöð að land jarðarinnar verði óaðskiljanlegur hluti allra jarða í Lýtingsstaðahreppi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við ráðið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 902. fundur - 19.02.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. febrúar 2020 frá Agli Örlygssyni og Efemíu Fanney Valgeirsdóttur, Daufá, þar sem þau gera athugasemdir vegna sölu sveitarfélagsins á jörðinni Borgarey.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.