Rekstur stofnana 04 árið 2019
Málsnúmer 2002076
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 153. fundur - 18.02.2020
Farið yfir bráðabirgðaniðurstöðu rekstrar fyrir málaflokk 04, fræðslumál, fyrir rekstrarárið 2019. Fræðslunefnd fagnar þeim góða árangri sem náðst hefur með nákvæmri áætlanagerð og mikilli eftirfylgni með rekstri. Ástæða er til að hrósa stjórnendum stofnana og starfsmönnum fjölskyldusviðs fyrir reglubundna yfirferð og aðgætni í rekstri en um leið hvetja til enn meiri árvekni gagnvart samþykktri fjárhagsáætlun.