Fara í efni

Beiðni um viðræður vegna uppbyggingu íbúða á Hofsósi og Varmahlíð

Málsnúmer 2002091

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 902. fundur - 19.02.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2020 frá Hoffelli ehf. þar sem fyrirtækið óskar eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins um uppbyggingu nokkurra íbúða á Hofsósi og í Varmahlíð. Þessar íbúðir gætu hentað þeim sem vildu flytja úr stærri fasteignum í minni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að setja sig í samband við forráðamann Hoffells ehf. til að finna hentugan fundartíma.