Fara í efni

Íslandsmót í snjócrossi

Málsnúmer 2003128

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 906. fundur - 18.03.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2020 frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni, þar sem hann sækir um leyfi fyrir hönd Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar um að halda lokaumferð í Íslandsmóti í snjócrossi þann 4. apríl 2020 á AVIS skíðasvæðinu í Tindastóli. Einnig er óskað leyfis til þess að halda snjóspyrnusýningu um kvöldið á svæði austan við Minjahúsið. Með erindinu fylgir staðfesting á leyfi stjórnar Skíðadeildar Tindastóls fyrir mótshaldi á skíðasvæðinu.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt.