Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2020 frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni, þar sem hann sækir um leyfi fyrir hönd Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar um að halda lokaumferð í Íslandsmóti í snjócrossi þann 4. apríl 2020 á AVIS skíðasvæðinu í Tindastóli. Einnig er óskað leyfis til þess að halda snjóspyrnusýningu um kvöldið á svæði austan við Minjahúsið. Með erindinu fylgir staðfesting á leyfi stjórnar Skíðadeildar Tindastóls fyrir mótshaldi á skíðasvæðinu. Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt.