Fara í efni

Breytingar á innheimtu gjalda vegna Covid-19

Málsnúmer 2003168

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 906. fundur - 18.03.2020

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa tillögur að útfærslu afslátta af gjöldum vegna skerðinga á vistun barna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar í samræmi tillögur sem verið er að móta í samráði sveitarfélaga landsins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 966. fundur - 19.05.2021

Byggðarráð samþykkir breytingar á gjaldtöku fyrir tímabilið 9.-16. maí 2021 vegna lokana hjá nokkrum stofnunum sveitarfélagsins vegna Covid-19 veirunnar, þannig að greiðsluhlutdeild nái einungis til þeirrar þjónustu sem raunverulega var hægt að nýta þann tíma, þ.e. hjá leikskóla, grunnskóla, frístund og dagdvöl aldraðra.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 411. fundur - 09.06.2021

Vísað frá 966. fundi byggðarráðs frá 19. maí til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðarráð samþykkir breytingar á gjaldtöku fyrir tímabilið 9.-16. maí 2021 vegna lokana hjá nokkrum stofnunum sveitarfélagsins vegna Covid-19 veirunnar, þannig að greiðsluhlutdeild nái einungis til þeirrar þjónustu sem raunverulega var hægt að nýta þann tíma, þ.e. hjá leikskóla, grunnskóla, frístund og dagdvöl aldraðra.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.