Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. mars 2020 frá Landgræðslunni. Stofnunin er að vinna ástandsmat gróðurs og jarðvegs á öllu Íslandi byggð á fyrirliggjandi gögnum. Einnig er verið að kortleggja þau svæði sem eru nýtt fyrir sauðfjárbeit og þau svæði sem ekki geta flokkast sem beitilönd. Óskað er eftir athugasemdum ef einhverjar eru. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að senda erindið áfram til fjallskilastjóra og leggja þeim fyrir að gera athugasemdir við Landgræðsluna ef við á.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að senda erindið áfram til fjallskilastjóra og leggja þeim fyrir að gera athugasemdir við Landgræðsluna ef við á.