Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

210. fundur 29. maí 2020 kl. 13:00 - 15:34 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Axel Kárason
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Endurnýjun girðingar á milli Tungu og Kálfárdals

Málsnúmer 2005189Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2020 frá Andrési H. Helgasyni bónda í Tungu, varðandi endurnýjun girðingar á milli Tungu og Kálfárdals. Andrés kom á fundinn til að fylgja erindi sínu eftir.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að taka þátt í endurnýjun girðingarinnar samkvæmt girðingalögum og framkvæmdin verði á höndum Andrésar Helgasonar.

2.Áætlun um refaveiðar 2020-2022

Málsnúmer 2003081Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Umhverfisstofnunar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um refaveiðar árin 2020 til 2022 ásamt áætlun sveitarfélagsins um veiði tímabilsins.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðan samning og mun halda kynningarfund með ráðnum veiðimönnum sveitarfélagsins þann 15. júní n.k.

3.Refa- og minkaveiðar 2020

Málsnúmer 2002193Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd fór yfir áætlun að úthlutun veiðikvóta til minka- og refaveiðimanna árið 2020.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða áætlun.

4.Minkaveiði við umhverfi Kolku og Hjaltadalsár

Málsnúmer 2003009Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. mars 2020 frá Jóni Árna Friðjónssyni formanni veiðifélags Kolku og Hjaltadalsár varðandi minkaveiði í Hjaltadal.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að kanna hvort hægt sé að fá sama veiðimanninn til að sinna öllu vatnasvæði veiðifélagsins.

5.Ósk um kaup á landi norðan við Árhól

Málsnúmer 2004138Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi sem vísað var frá 914. fundi byggðarráðs til umsagnar. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. apríl 2020 frá Valdísi Hálfdánardóttur og Rúnari Þór Númasyni þar sem þau óska eftir að kaupa eða nýta landspildu sem er norðan við Árhólsland.
Landbúnaðarnefnd leggst gegn því að landið verði selt en gerir ekki athugasemdir við að það verði leigt til landbúnaðarnota.

6.Kortlagning beitilanda sauðfjár

Málsnúmer 2003202Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. mars 2020 frá Landgræðslunni. Stofnunin er að vinna ástandsmat gróðurs og jarðvegs á öllu Íslandi byggð á fyrirliggjandi gögnum. Einnig er verið að kortleggja þau svæði sem eru nýtt fyrir sauðfjárbeit og þau svæði sem ekki geta flokkast sem beitilönd. Óskað er eftir athugasemdum ef einhverjar eru.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að senda erindið áfram til fjallskilastjóra og leggja þeim fyrir að gera athugasemdir við Landgræðsluna ef við á.

7.Fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu frá 2017

Málsnúmer 1912073Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af bréfi til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá Bændasamtökum Íslands, dagsett 18. maí 2020 varðandi umsögn um fjallskilasamþykkt Skagafjarðar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Jóhannesi H. Ríkharðssyni og Valdimar Sigmarssyni að fara yfir athugasemdirnar ásamt fulltrúa Akrahrepps.

8.Sveitarfélagið Skagafjörður - skilaréttir

Málsnúmer 1908042Vakta málsnúmer

Viðhald skilarétta rætt og samþykkt að forgangsraða uppbyggingu og viðhaldi skilarétta í Skagafirði.

9.Ársreikningur 2019 Fjallsk.sjóður Hegraness

Málsnúmer 2004191Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2019.

10.Ársreikningur 2019 Fjallsk.sjóður Sauðárkróks

Málsnúmer 2004192Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Sauðárkróks fyrir árið 2019.

11.Til upplýsinga vegna heimsfaraldurs kórónaveiru

Málsnúmer 2002282Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. mars 2020 frá Umhverfisstofnun varðandi meðhöndlun úrgangs og smithættu af úrgangi vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Fundi slitið - kl. 15:34.