Fara í efni

Orkuskipti í höfnum - beiðni um upplýsingar

Málsnúmer 2004066

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 910. fundur - 15.04.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. apríl 2020 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til aðildarhafna Hafnasambands Íslands varðandi orkuskipti í höfnum. Sem liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er stefnt að orkuskiptum í höfnum og haftengdri starfsemi, þ.e. að tryggja innviðuppbyggingu sem stuðli að notkun endurnýjanlegra orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis. Óskað er eftir upplýsingum um verkefni í undirbúningi sem að stuðla að orkuskiptum í viðkomandi höfn á næstu árum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 171. fundur - 02.09.2020

Sviðstjóra og hafnarstjóra er falið að ræða við Rarik vegna lagningu aðveitustrengja að höfninni. Einnig verður gerð þarfagreining á orkuþörf hafnarinnar.