Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fundagerðir Hafnasambands 2020
Málsnúmer 2001004Vakta málsnúmer
Fundagerðir nr. 420, 421, 422, 423 og 424 frá Hafnasambandi Íslands yfirfarnar.
2.Fundagerðir Siglingaráðs 2020
Málsnúmer 2001009Vakta málsnúmer
Fundargerðir nr.20, 21 og 22 frá Siglingaráði yfirfarnar.
3.Viðbragðsáætlanir hafna 2020
Málsnúmer 2007059Vakta málsnúmer
Dagur Þór Baldvinsson fór yfir viðbragðsáætlanir hafna og gerður var samningur við Brunavarnir Skagafjarðar um aðgerðaáætlanir ef mengurnarslys verður. Gert var grein fyrir þeim búnaði sem til er og þarf að hafa ef slys verður.
4.Ársreikningur 2019 Hafnasamband Ísl.
Málsnúmer 2005140Vakta málsnúmer
Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2019 og yfirfarinn. Engar athugasemdir voru gerðar við reikninginn.
5.Kaup á dráttarbát
Málsnúmer 2007019Vakta málsnúmer
Ekki er búið að festa kaup á dráttarbát en verið er að skoða mögulega kaup á notuðum bátum sem henta verkefninu. Hafnarstjóri er í sambandi við Vegagerðina vegna málsins.
6.Sauðárkrókur - Skarðseyri - Sjóvarnir
Málsnúmer 2004020Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri kynnti stöðu verkefnisins. Framvinda verksins er í samræmi við áætlun verktaka. Efni í rofvarnir er tekið við Vindheima og í Hegaranesi.
7.Hofsós - Hafnarsvæði - Sjóvarnir
Málsnúmer 2004021Vakta málsnúmer
Breytingar á hönnun er í gangi eftir ábendingar frá smábátasjómönnum.
8.Orkuskipti í höfnum - beiðni um upplýsingar
Málsnúmer 2004066Vakta málsnúmer
Sviðstjóra og hafnarstjóra er falið að ræða við Rarik vegna lagningu aðveitustrengja að höfninni. Einnig verður gerð þarfagreining á orkuþörf hafnarinnar.
9.Olíumengun við BP tanka á Eyri, kaldavatnslögn
Málsnúmer 2008076Vakta málsnúmer
Sviðsstjóra er falið að fylgja málinu eftir og sjá til þess að hugsmunum Sveitarfélagsins sé gætt.
10.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi
Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri upplýsir nefndina um stöðu málsins. Búið er að semja við Verkfræðistofuna Eflu um að taka sýni úr fráveitukerfi bæjarins.
11.Litli skógur, breyting á skála.
Málsnúmer 2004231Vakta málsnúmer
Nefndin er ánægð með breytingartilögur og felur Ingvari Páli verkefnisstjóra að halda áfram með málið ásamt sviðstjóra. Þegar fullnaðarteikningar og leyfi liggur fyrir munu framkvæmdir hefjast.
12.Varmahlíð Skólavegur, plan við sundlaug og Birkimelur gatnaframkvæmdir 2020
Málsnúmer 2007077Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri kynnti stöðu verksins. Verkið er hafið í samræmi við samþykkta verkáætlun verktaka og er verkið á áætlun. Vinnusvæði verktaka er eini vegurinn að skólanum og mun vegurinn verða torfær á meðan á verkinu stendur. Sviðsstjóri hefur haldið kynningarfundi með verktaka, skólastjóra, bílstjórum og kennurum Varmahlíðarskóla og farið yfir verklag, skipulag og öryggismál.
13.Gámasvæði í Varmahlíð - útboðsverk
Málsnúmer 1801272Vakta málsnúmer
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni á breytingum á frágangi yfirborðs á svæðinu. Áætlað er að opna móttökusvæðið í lok september.
Dagur Þór Baldvinsson sat dagskráliði 1-9.
Ingvar Páll Ingvarsson sat dagskrálið 11-13.
Ingvar Páll Ingvarsson sat dagskrálið 11-13.
Fundi slitið - kl. 11:30.