Fara í efni

Tímabundin breyting á opnunartíma og gjaldskrá Byggðasafns Skagafjarðar

Málsnúmer 2004263

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 76. fundur - 06.05.2020

Tekin fyrir beiðni frá Berglindi Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga um tímabundna breytingu á opnunartíma Byggðasafnsins í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju.
Safnstjóri leggur til eftirfarandi breytingar:
"Sumaropnunartími safnsins hefur síðustu ár verið frá kl. 9:00-18:00, alls níu klukkustundir. Lagt er til að opnunartíminn verði styttur um eina klukkustund og verði því átta klukkustundir. Einnig verður safnið ekki opið um helgar fyrr en eftir 20. maí."
Inga Katrín vék af fundi undir þessum lið.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagðar breytingar.