Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76

Málsnúmer 2005003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 399. fundur - 03.06.2020

Fundargerð 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 6. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Tekið til kynningar markaðsátak sem fyrirhugað er fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði. Undir þessum lið sátu stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í verkefnið og leggur áherslu á mikilvægi verkefnisins til að fá ferðamenn í Skagafjörð. Nefndin leggur einnig ríka áherslu á samstarf og samvinnu allra hluteigandi aðila. Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði lýsti yfir vilja til áframhaldandi góðs samstarfs og þátttöku í verkefninu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Lögð fram til kynningar minnisblöð frá Markaðsstofu Norðurlands og Markaðsstofu landshlutanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Lagt fram til kynningar bréf frá Markaðsstofu Norðurlands um sameiginlegt markaðsátak Ferðamálastofu og Markaðsstofa landshlutanna sumarið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Lagður fram rekstrarsamningur um rekstur félagsheimilisins Árgarðs og tjaldsvæðisins á Steinstöðum milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Friðriks Rúnars Friðrikssonar.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning sem er til fimm ára.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Lagður fram rekstrarsamningur um félagsheimilið Ketilás milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ferðaþjónustunnar á Brúnastöðum.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning sem gildir til 31. desember 2020. Nefndin stefnir á að auglýsa rekstur félagsheimilisins til lengri tíma á haustmánuðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Tekið fyrir erindi frá Kolfinnu Kristínardóttur dagsett 30.03.2020 vegna styrkumsóknar fyrir matarhátíð í Skagafirði.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í verkefnið og samþykkir að veita styrk að fjárhæð 100.000 kr ef að hátíðinni verður vegna óvissuástands í þjóðfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Tekin fyrir beiðni frá Berglindi Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga um tímabundna breytingu á opnunartíma Byggðasafnsins í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju.
    Safnstjóri leggur til eftirfarandi breytingar:
    "Sumaropnunartími safnsins hefur síðustu ár verið frá kl. 9:00-18:00, alls níu klukkustundir. Lagt er til að opnunartíminn verði styttur um eina klukkustund og verði því átta klukkustundir. Einnig verður safnið ekki opið um helgar fyrr en eftir 20. maí."
    Inga Katrín vék af fundi undir þessum lið.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagðar breytingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Tekin fyrir tillaga frá Berglindi Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga þar sem hún leggur til að gjaldskrá safnsins haldist óbreytt fyrir árið 2021.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.