Fara í efni

Ferðamenn í Skagafirði - markaðsátak sumarið 2020

Málsnúmer 2005010

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 76. fundur - 06.05.2020

Tekið til kynningar markaðsátak sem fyrirhugað er fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði. Undir þessum lið sátu stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í verkefnið og leggur áherslu á mikilvægi verkefnisins til að fá ferðamenn í Skagafjörð. Nefndin leggur einnig ríka áherslu á samstarf og samvinnu allra hluteigandi aðila. Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði lýsti yfir vilja til áframhaldandi góðs samstarfs og þátttöku í verkefninu.