Leiðbeiningar um akstursþjónustu
Málsnúmer 2005013
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 277. fundur - 25.05.2020
Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi akstursþjónustu fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsmálastjóra falið að halda utan um vinnu við gerð verklagsreglna innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar, unnar útfrá þessum leiðbeiningum. Núverandi reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks gilda áfram þar til endurskoðun hefur farið fram. Miðað er við að endurskoðun reglna eigi sér stað eigi síðar en sex mánuðum eftir útgáfu leiðbeininganna 22.apríl 2020.