Fara í efni

Dagforeldrar vorið 2020

Málsnúmer 2005020

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 277. fundur - 25.05.2020

Sviðsstjóri og félagsmálastjóri upplýstu um stöðu biðlista við leikskóla og dagforeldra vegna inntöku barna að sumarleyfum loknum. Svo virðist sem hægt verði að anna öllum umsóknum fyrir börn fædd 2019 og fyrr. Hins vegar er ljóst að strax um áramót mun myndast þörf fyrir börn fædd á árinu 2020. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og félagsmálastjóra að vakta stöðuna og auglýsa eftir dagforeldrum til starfa eftir því sem þörfin verður meiri.