Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 77

Málsnúmer 2005026F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 399. fundur - 03.06.2020

Fundargerð 77. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 28. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 77 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tók fyrir tillögur að verkefnum fyrir Áfangastaðaáætlun (DMP) sem skila á inn til Ferðamálastofu fyrir 2. júní nk.
    Leitað var til Félags Ferðaþjónustunnar í Skagafirði og landeigenda eftir hugmyndum að verkefnum.
    Evelyn Ýr Kuhne formaður Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

    Nefndin samþykkir að setja eftirfarandi verkefni á listann:
    1. Borgarsandur og Hegranesviti. Unnið er að betra aðgengi að svæðinu með bílastæði ásamt göngu- og hjólreiðastígum sem ná frá smábátahöfn á Sauðárkróki að Hegranesvita.
    2. Byggðasafnið í Glaumbæ. Unnið yrði að hönnunarvinnu og deiliskipulagi fyrir breytingar á aðkomu að Glaumbæ. Bílastæði og aðstöðuhús verða bætt með öryggi ferðamanna í huga.
    3. Ketubjörg. Farið verði í gerð bílastæðis og göngustíga með það að markmiði að stýra umferð ferðamanna á svæðinu og tryggja öryggi þeirra. Einnig þarf að stýra umferð ferðamanna með tilliti til verndunar svæðisins.
    4. Reykjafoss. Unnið að uppbyggingu á svæðinu í samráði við landeigendur.
    5. Austurdalur. Unnið að áframhaldandi uppbyggingu áfangastaðarins í samráði við landeigendur.

    Öll verkefnin verða unnin í samstarfi við landeigendur og hagsmunaaðila á viðkomandi svæðum.
    Nefndin felur starfsmönnum sínum að vinna nánar með listann og senda til Ferðamálastofu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.