Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafnsskagfirðinga, Sólborgu Unu Pálsdóttur héraðsskjalaverði og Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði dagsett 27.05.2020 vegna breytinga á kennimerki Byggðasafns Skagfirðinga, Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, Héraðsbókasafni Skagfirðinga og Listasafns Skagfirðinga.
Ragnheiður Halldórsdóttir og Inga Katrín Magnúsdóttir viku af fundi undir þessum lið. Jóhanna Ey Harðardóttir, varamaður Ragnheiðar Halldórsdóttur sat fundinn undir þessum lið.
Er óskað eftir leyfi til að taka upp nýtt kennimerki fyrir söfnin. Í erindinu kemur fram að leitað var innblásturs á meðal prýðisgripa sem varðveitt eru hjá Byggðasafni Skagfirðinga með áherslu á útskurð, en það er gott dæmi um alþýðulist sem tengir söfnin saman. Útskurðurinn sem er fyrirmynd auðkennisins prýðir kistil frá 1767 sem var í eigu Guðrúnar Björnsdóttur frá Skíðastöðum í Laxárdal. Myndmál útskurðartáknsins getur vel táknað söfnin fjögur, eitt lauf stendur fyrir hvert safn, sem tengjast innan banda Skagafjarðar og skagfirsks menningararfs. Auðkennin eru eins en hvert safn er með sinn lit og þar af leiðandi sitt sérkenni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir erindið og óskar söfnunum til hamingju með nýtt merki.
Ragnheiður Halldórsdóttir og Inga Katrín Magnúsdóttir viku af fundi undir þessum lið. Jóhanna Ey Harðardóttir, varamaður Ragnheiðar Halldórsdóttur sat fundinn undir þessum lið.
Er óskað eftir leyfi til að taka upp nýtt kennimerki fyrir söfnin. Í erindinu kemur fram að leitað var innblásturs á meðal prýðisgripa sem varðveitt eru hjá Byggðasafni Skagfirðinga með áherslu á útskurð, en það er gott dæmi um alþýðulist sem tengir söfnin saman. Útskurðurinn sem er fyrirmynd auðkennisins prýðir kistil frá 1767 sem var í eigu Guðrúnar Björnsdóttur frá Skíðastöðum í Laxárdal. Myndmál útskurðartáknsins getur vel táknað söfnin fjögur, eitt lauf stendur fyrir hvert safn, sem tengjast innan banda Skagafjarðar og skagfirsks menningararfs. Auðkennin eru eins en hvert safn er með sinn lit og þar af leiðandi sitt sérkenni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir erindið og óskar söfnunum til hamingju með nýtt merki.