Skipulags- og byggingarnefnd - 376
Málsnúmer 2006014F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 400. fundur - 24.06.2020
Fundargerð 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 11. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Skipulags- og byggingarnefnd ásamt skipulagsráðgjafa Stefáni Gunnari Thors tók til umræðu skilmála og kvaðir er varða landbúnaðarsvæði, landspildur og vegna frístundalóða/frístundahúsasvæða.
Skipulagsnefnd fór yfir byggingarskilmála og fleira tengt landbúnaðarsvæðum og frístundasvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Jóhann Guðbrandsson kt. 260857-4879, þinglýstur eigandi Engihlíðar 1, (landnr. 226360) óskar eftir leyfi fyrir byggingarreit undir frístundahús á landinu samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu. Aðkoma að húsinu verður frá sameiginlegu bílastæði norðan við vatnstank Skagafjarðarveitna.
Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 779902, dags. 14. maí 2020.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Barbara Wenzl kt. 250180-2179 og Ingvar Daði Jóhannsson kt. 060982-5979, þinglýstir eigendur Engihlíðar 2, (landnr. 226361) óska eftir leyfi fyrir byggingarreit undir frístundahús á landinu samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu. Aðkoma að húsinu verður frá sameiginlegu bílastæði norðan við vatnstank Skagafjarðarveitna. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 779902, dags. 14. maí 2020.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Anna Pála Þorsteinsdóttir kt. 190347-7299 og Hallgrímur Þór Ingólfsson kt. 230946-2489, þinglýstir eigendur jarðarinnar Kjartansstaða, landnúmer 145985, óska eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar á hnitsettum, ytri merkjum jarðarinnar. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing. Þá óska landeigendur eftir heimild til að skipta jörðinni Kjartansstaðir í tvo jafnstóra hluta með því að skipta 57,4 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Kjartansstaðir 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 714723 útg. 20. apríl 2020. Afstöðuppdráttur og forsenduskjal voru unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Engin fasteign er innan útskiptrar spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Kjartansstöðum, landnr. 145985.
Hlunnindi vegna Húseyjakvíslar, sem og önnur hlunnindi, skiptast jafnt á milli Kjartansstaða, L145985, og útskiptrar spildu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Guðbjartur Á Ólafsson kt. 121248-2399, f.h. Guðnýjar Friðfinnsdóttur kt. 201084-2539 og Drengs Óla Þorsteinssonar kt. 270981-3999, sækir um leyfi til að endurbyggja burðarvirki auk klæðninga, auk þess að hækka geymsluhús að Skagfirðingabraut 10, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar. Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Elvar Már Jóhannson leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar, um hvort leyfi fáist til að byggja upp núverandi þak á bílskúr, að Víðihlíð 27 á Sauðárkróki. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi flötu þaki verði lyft og byggt upp sem valmaþak, samkvæmt meðfylgjandi þvívíddarteikningum.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Guðmundur Björnsson kt. 160757-7019, þinglýstur eigand jarðarinnar Dalsmynnis, landnúmer 146405 óskar eftir heimild til að skipta 32,6 ha úr landi jarðarinnar, sem „Dalsmynni 1“ skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 718502 útg. 26. maí 2020. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Engin fasteign er á umræddu landi. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Dalsmynni, landnr. 146405. Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Gunnar Kr. Sigmundsson verkefnastjóri hjá Olíudreifingu ehf. Kt. 660695-2069 leggur fram umsókn um leyfi til að fjarlægja eftirfarandi fasteignir sem staðsettar eru sem birgðastöð félagsins við Eyrarveg á Sauðárkróki: a) 622,4m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T00824, Fastanr. 213 1421. Mhl 01-010101 b) 161,9m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0020, Fastanr. 213 1421. Mhl 07-010101 c) 358,2m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0021, Fastanr. 213 1421. Mhl 04-010101 d) 537,1m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0083, Fastanr. 213 1421. Mhl 02-010101 e) 466,1m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0162, Fastanr. 213 1421. Mhl 03-0101 f) 16,8m2 geymsluhúsnæði, fastanr. 213 1421. Mhl 05-0101 g) 5,6m2 dæluhús fastanr. 213 1421. Mhl 06-0101 Þá er óskað eftir leyfi til að fjarlægja allar ofanjarðar eldsneytislagnir stöðvarinnar. Allt lagnakerfi frá bryggju inn að stöð verður tæmt af eldsneyti og lagnir hreinsaðar. Ekki er gert ráð fyrir að fjarlægja lagnir sem eru neðanjarðar. Öryggisgirðing umhverfis svæðið verður ekki fjarlægð að svo stöddu.
Fyrir liggur greinargerð frá Olíudreifingu þar sem fram kemur áætlun um meðhöndlun jarðvegs í kjölfar fjarlægingu tanka og kemur m.a. fram að Umhverfisstofnun mun hafa eftirlit með framkvæmdinni. Þá liggur fyrir samþykki sérfræðings og sviðsstjóra Umhverfisstofnunar dags. 8. maí 2020.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012 og nær framkvæmdaleyfið til fjarlægingu geymslutanka á svæðinu. Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi starfsleyfi til niðurrifs á tönkum sbr. reglugerð nr.550-2018. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Birgðastöð Olíudreifingar við Eyrarveg Umsókn um að fjarlægja mannvirki". Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Sigurgísli E. Kolbeinsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga sækir um leyfi til breytinga á Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Verkís verkfræðistofu. Breytingin fellst í að húsnæðinu verður breytt í gistiheimili í notkunarflokk 4. Gert er ráð fyrir 18 herbergjum með rými fyrir allt að 63 manns í gistingu.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Varðandi bílastæði utan lóðar er umsækjanda bent á að leita þurfi samninga við landeiganda. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Birgðastöð Olíudreifingar við Eyrarveg Umsókn um að fjarlægja mannvirki". Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Forsvarsmenn Hestamannafélagsins Skagfirðings, leggja fram tillögu og ósk um aukið landrými fyrir nýtt hverfi undir hesthús á Flæðum, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Óskað er eftir að afmörkun svæðis undir nýja hesthúsabyggð verði færð inn á tillöguuppdrátt endurskoðaðs Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar tillögu að afmörkun fyrir nýtt svæði hesthúsabyggðar til endurskoðunar aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.