Landbúnaðarnefnd - 211
Málsnúmer 2006017F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 400. fundur - 24.06.2020
Fundargerð 211. fundar landbúnaðarnefndar frá 15. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 211 Lögð fram tillaga um að Björn Ólafsson, Krithóli taki við af Gunnari Valgarðssyni, Tunguhlíð, sem fjallskilastjóri. Gunnar verður áfram í fjallskilastjórn.
Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afreiðslu málsins til liðar nr. 20 "Seyludeild, framhluti og Lýtingsstaðadeild, breyting 2020". Samþykkt samhljóða. -
Landbúnaðarnefnd - 211 Rætt um lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 211. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 211 Undir þessum dagskrárlið komu ráðnir refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiða ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 211. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.