Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 377

Málsnúmer 2006020F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 400. fundur - 24.06.2020

Fundargerð 377. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 16. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 377 Skipulags og byggingarnefnd leggur fram til kynningar hjá sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, tillögu að nýju endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð 2020-2035.
    Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi (VSO) fór yfir helstu breytingar frá gildandi aðalskipulagi og nýjar áherslur í tillögu að nýju endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins. Þá var kynnt ný tímaáætlun á kynningar og skipulagsferli vegna tillögu að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Góðar umræður áttu sér stað við kynningu tillögunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.