Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 170

Málsnúmer 2006032F

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 923. fundur - 15.07.2020

Fundargerð 170. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 30. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 923. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 170 Farið var lauslega yfir þau mál sem eru hafin af lista yfir verkefni fyrir 2020 og þau verk sem mikilvæg eru á listanum. Rætt var um gámasvæðið í Fljótum, pappagámur er kominn á gámasvæðið eins og óskað var eftir. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 170 Farið var yfir stöðu mála.Sviðstjóra er falið að fylgjast með að verkefnið verði unnið með hag íbúa og Sveitarfélagsins að leiðarljósi. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 170 Sviðstjóra falið að afla upplýsinga um núverandi samninga við leigutaka á ræktunarlandi á Nöfum. Ljóst er að umgengni er víða ábótavant og er leigutökum bent á ákvæði í lóðaleigusamningum um umgengni og almenn ákvæði Heilbrigðiseftirlitsins. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 170 Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við hugmyndir Umhverfisstofnunar um að leyfa breyttan lágmarkshraða í skorsteini að því gefnu að breytingar á rekstri verksmiðjunnar frá því sem nú er verði óverulegar. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 923. fundi byggðarráðs 15. júlí 2020 með þremur atkvæðum.